Fara beint í efnið
Sýna breytingar
Næsta útgáfa

Prentað þann 4. maí 2024

Upprunaleg útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 29. des. 1995 – 9. des. 2021 Sjá núgildandi

681/1995

Reglugerð um umferðaröryggisgjald.

1. gr.

Við almenna skoðun ökutækis, skráningu ökutækis og skráningu eigendaskipta að ökutæki skal greiða sérstakt umferðaröryggisgjald er renni til Umferðarráðs.

Gjaldið nemur 200 kr. fyrir hverja skoðun eða skráningu skv. 1. mgr.

2. gr.

Þeir sem heimild hafa til að annast almenna skoðun (aðalskoðun) ökutækja skulu annast innheimtu umferðaröryggisgjalds vegna skoðunar um leið og innheimt er gjald fyrir skoðun hverju sinni.

Bifreiðaskoðun Íslands hf., skráningarstofa, annast innheimtu umferðaröryggisgjalds vegna skráninga um leið og innheimt er gjald fyrir skráningu hverju sinni.

3. gr.

Þeir sem innheimta umferðaröryggisgjald skulu skila innheimtu umferðaröryggisgjaldi í ríkissjóð mánaðarlega og eigi síðar en 15. dag næsta almanaksmánaðar.

4. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 3. mgr. 115. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, sbr. 1. gr. laga nr. 147 28. desember 1995, öðlast gildi 1. janúar 1996.

Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um umferðaröryggisgjald, nr. 6 9. janúar 1995.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 29. desember 1995.

Þorsteinn Pálsson.

Ólafur W. Stefánsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.