Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Stofnreglugerð

614/2014

Reglugerð um útnefningu skipaafdrepa á Íslandi.

1. gr.

Eftirfarandi hafnir hafa verið útnefndar sem skipaafdrep innan hafnar (neyðarhafnir):

  1. Helguvíkurhöfn, sbr. hafnarreglugerð fyrir Reykjaneshöfn nr. 982/2005.
  2. Hafnarfjarðarhöfn, sbr. hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn nr. 423/2012.
  3. Ísafjarðarhöfn, sbr. hafnarreglugerð fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar nr. 1190/2005.
  4. Akureyri/Krossaneshöfn, sbr. hafnarreglugerð fyrir Hafnasamlag Norðurlands bs. nr. 287/2005.
  5. Reyðarfjarðarhöfn, sbr. hafnarreglugerð fyrir hafnir Fjarðabyggðar nr. 978/2009.
  6. Vestmannaeyjahöfn, sbr. hafnarreglugerð fyrir Vestmannaeyjahöfn nr. 1030/2012.

2. gr.

Eftirfarandi staðir hafa verið útnefndir sem skipaafdrep utan hafnar:

  1. Hvalfjörður, milli 21°34'V og 21°43'V, viðmiðunarpunktur: 63°23'N 21°40'V.
  2. Dýrafjörður, viðmiðunarpunktur: 65°57'N 23°18'V.
  3. Ísafjarðardjúp, viðmiðunarpunktur: 66°15'N 23°18'V.
  4. Eyjafjörður, vestan við Hrísey, viðmiðunarpunktur: 66°02'N 18°28'V.
  5. Reyðarfjörður, viðmiðunarpunktur: 64°57,5'N 13°40'V.
  6. Heimaey, norðan við Eiðið, viðmiðunarpunktur: 63°28'N 20°17'V.

3. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 1. mgr. 21. gr. hafnalaga nr. 61/2003, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 16. júní 2014.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.