Fara beint í efnið

Prentað þann 28. apríl 2024

Eldri útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 8. mars 2008 – 1. jan. 2009 Sjá núgildandi
Sýnir breytingar gerðar 8. mars 2008 af rg.nr. 249/2008

555/2004

Reglugerð um greiðslu barnabóta.

1. gr. Almennt.

Ríkissjóður skal greiða barnabætur vegna hvers barns innan 1618 ára aldurs til framfæranda barnsins eins og nánar er kveðið á um í reglugerð þessari.

2. gr. Réttur til barnabóta.

Greiða skal barnabætur með hverju barni innan 1618 ára aldurs á tekjuárinu, sem heimilisfast er hér á landi og er á framfæri þeirra manna sem skattskyldir eru skv. 1. gr. laga nr. 90/2003.

Framfærandi barns samkvæmt 1. mgr. telst sá sem hefur barnið hjá sér og annast framfærslu þess í lok tekjuárs. Sá er greiðir meðlag með barni telst ekki framfærandi í þessu sambandi. Skilyrði 1. málsl. eru uppfyllt þótt barnið dvelji tímabundið fjarri raunverulegu heimili, t.d. vegna náms.

Hjón, sem skattlögð eru skv. 62. gr. laga nr. 90/2003, teljast bæði framfærendur og skiptast barnabætur milli þeirra til helminga. Hið sama gildir um sambúðarfólk sem uppfyllir í lok tekjuárs skilyrði 3. mgr. 62. gr. laga nr. 90/2003, enda þótt það óski ekki eftir að vera skattlagt samkvæmt þeirri grein.

Sé svo ástatt að einungis annað hjóna er skattskylt hér á landi skv. 1. gr. laga nr. 90/2003, skal reikna því fullar barnabætur vegna þeirra barna hjónanna sem dveljast hér á landi eftir þeim reglum sem gilda um hjón enda liggi fyrir upplýsingar um tekjur beggja ásamt upplýsingum um fengnar barnabætur eða hliðstæðar greiðslur erlendis vegna sömu barna.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. þessarar greinar má ákvarða barnabætur með börnum sem ekki eru heimilisföst hér á landi en eru á framfæri ríkisborgara hins Evrópska efnahagssvæðis, aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum, enda séu framfærandi ogskattskyldur barnið tryggðhér á grundvellilandi 9skv. 1. gr. b eða 9. gr. c laga nr. 11790/19932003, eða tryggður á grundvelli 12., 13. eða 14. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar,. Sá sem rétt kann að eiga til barnabóta með börnum sem ekki hafa heimilisfesti á Íslandi skal sækja um bætur til skattstjóra og leggja fram upplýsingar frá bærum stjórnvöldum um tekjur framfærenda ásamt síðariupplýsingum breytingum.um Skilyrðibarnabætur fyrireða ákvörðunhliðstæðar barnabótagreiðslur samkvæmtvegna þessarisömu grein er að börnin séu heimilisföst í einhverju ríkja hins Evrópska efnahagssvæðis og að fram séu lögð fullnægjandi gögn frá bæru stjórnvaldi í því landi þarbarna sem börningreiddar eruhafa heimilisföstverið erlendis.

Fyrir barn sem öðlast heimilisfesti hér á landi á tekjuárinu skal einungis greiða barnabætur í hlutfalli við dvalartíma þess hér á landi á því ári. Þannig skal fjárhæð barnabóta skv. 3. gr. og skerðingarmörk vegna tekna sbr. 4. gr. ákvarðast í hlutfalli við dvalartímann.

3. gr. Fjárhæð barnabóta.

Barnabætur skulu árlega nema 46.74757.891 kr. með öllum börnum yngri en sjö ára á tekjuárinu.

Til viðbótar barnabótum skv. 1. mgr. skal greiða tekjutengdar barnabætur með hverju barni innan 1618 ára aldurs á tekjuárinu, sem árlega skulu nema 139.647144.116 kr. með fyrsta barni en 166.226171.545 kr. með hverju barni umfram eitt. Tekjutengdar barnabætur með börnum einstæðra foreldra skulu vera 232.591240.034 kr. með fyrsta barni, en 238.592246.227 kr. með hverju barni umfram eitt.

4. gr. Skerðing barnabóta vegna tekna.

Barnabætur samkvæmt 2. mgr. 3. gr. skal skerða í jöfnu hlutfalli við tekjuskattsstofn umfram 1.859.3292.415.492 kr. hjá hjónum og umfram 929.6651.207.746 kr. hjá einstæðu foreldri.

Með tekjuskattsstofni í þessu sambandi er átt við tekjur skv. II. kafla laga nr. 90/2003, þó ekki tekjur skv. 3. tölul. C-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003, að teknu tilliti til frádráttar skv. 1., 3., 4. og 5. tölul. A-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003 og frádráttar skv. 31. gr. laga nr. 90/2003. Þá skulu tekjur sem maki framfæranda barns skv. 1. málsl. 7. mgr. A-liðar 68. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, aflar erlendis reiknast með tekjuskattsstofni samkvæmt þessari grein. Skerðingarhlutfallið skal vera 32% með einu barni, 76% með tveimur börnum og 98% með þremur börnum eða fleiri.

Fjárhæð barnabóta skal skerða um þær barnabætur eða hliðstæðar bætur sem framfærandigreiddar hefurhafa fengiðverið erlendis frá á sama tekjuári vegna barnsins.

5. gr. Ákvörðun barnabóta.

Barnabætur skulu ákveðnar við álagningu sbr. X. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt.

Barnabætur skulu greiddar með tveimur jöfnum greiðslum. Fyrri greiðslan skal fara fram eigi síðar en 1. ágúst en síðari greiðslan eigi síðar en 1. nóvember.

6. gr. Fyrirframgreiðsla barnabóta.

Þar til álagning liggur fyrir, skv. 5. gr., skal ríkissjóður greiða fyrirfram upp í barnabætur ársins vegna barna sem voru yngri en 1618 ára í árslok. Miða skal við fjölskyldustöðu framteljanda eins og hún er í árslok.

Við útreikning á skerðingu skv. 4. gr. skal taka tillit til fyrirliggjandi upplýsinga um staðgreiðsluskyldar tekjur vegna síðustu tólf mánaða ásamt upplýsingum úr framtali fyrra árs, m.a. um tekjur utan staðgreiðslu og eignastöðu í árslok.

Fyrirframgreiðsla skal nema 50% af áætluðum barnabótum ársins og greiðist með tveimur jöfnum greiðslum. Fyrri greiðslan skal fara fram eigi síðar en 1. febrúar en síðari greiðslan eigi síðar en 1. maí.

Heimilt er framteljanda að sækja um breytingu á fyrirframgreiðslu til skattstjóra á grundvelli fyrirliggjandi framtals ef tekjur og eignir samkvæmt því framtali víkja að verulegu leyti frá þeim upplýsingum sem lagðar voru til grundvallar við ákvörðun fyrirframgreiðslunnar. Skattstjóri skal að jafnaði ekki taka til greina umsókn framteljanda nema að breytingin leiði til a.m.k. 25% hækkunar eða lækkunar á fyrirframgreiðslunni.

Liggi ekki fyrir fullnægjandi upplýsingar að mati skattstjóra til að byggja ákvörðun barnabóta á, t.d. þegar framtali hefur ekki verið skilað, er engin fyrirframgreiðsla ákvörðuð nema að fenginni sérstakri umsókn frá framteljanda.

Fjársýsla ríkisins ávísar barnabótum til útborgunar.

7. gr. Skuldajöfnun barnabóta.

Barnabætur greiðast til framfæranda barns að því marki sem eftirstöðvum nemur þegar frá hafa verið dregnar fyrirframgreiddar barnabætur og ofgreiddar barnabætur, vangreiddir skattar og gjöld til ríkis og sveitarfélaga, ofgreiddar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, ofgreiddar húsaleigubætur og vangreidd meðlög til Innheimtustofnunar sveitarfélaga í þessari forgangsröð:

  1. Fyrirframgreiddar barnabætur og ofgreiddar barnabætur.
  2. Tekjuskattur.
  3. Önnur þinggjöld, sbr. þó 5. tölulið.
  4. Útsvar.
  5. Tryggingagjald.
  6. Vangreidd gjöld maka skv. 1.-4. tölul.
  7. Virðisaukaskattur.
  8. Bifreiðagjöld.
  9. Þungaskattur.
  10. Kílómetragjald.
  11. Ofgreiddar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði.
  12. Ofgreiddar húsaleigubætur.
  13. Vangreidd meðlög eftir kröfu Innheimtustofnunar sveitarfélaga.
  14. Kröfur vegna ofgreiddra barnabóta erlendis.

Sköttum og gjöldum sem eru til innheimtu hér á landi á grundvelli Norðurlandasamnings um aðstoð í skattamálum, dags. 7. desember 1989, sbr. lög nr. 46/1990 og milliríkjasamnings Evrópuráðsins og OECD um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum, dags. 25. janúar 1988, sbr. lög nr. 74/1996, skal skipað í framangreinda forgangsröð samhliða sambærilegum sköttum og gjöldum.

8. gr. Leiðrétting barnabóta.

Komi í ljós að maður hefur ranglega notið barnabóta samkvæmt reglugerð þessari eða barnabætur hafi verið ákvarðaðar of háar skal skattstjóri leiðrétta þær. Um slíka leiðréttingu gilda ákvæði 95. gr. og 96. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, eftir því sem við getur átt.

9. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í A-lið 68. gr. og 121. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Með gildistöku þessarar reglugerðar fellur úr gildi reglugerð nr. 63/1999, um greiðslu barnabóta, með síðari breytingum.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.