Fara beint í efnið

Prentað þann 4. maí 2024

Eldri útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 29. jan. 1999 – 10. apríl 2001 Sjá núgildandi
Sýnir breytingar gerðar 29. jan. 1999 af rg.nr. 54/1999

507/1975

Reglugerð um holræsagjöld í Hafnarfirði

1. gr.

Að öllum fasteignum í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðarbæjar, sem liggja við vegi eða opin svæði, þar sem holræsalagnir liggja, skal greiða árlega holræsagjald til bæjarsjóðs Hafnarfjarðar.

Álagningarstofn holræsagjaldsins skal vera heildarmat hverrar fasteignar, þ.e.a.s. mat mannvirkja að viðbættu mati lóðar eins og það er á hverjum tíma notað sem álagningarstofn fasteignaskatts og er hann í gjaldskrá þessari nefndur fasteignamat.

Af öllum fasteignum, sem greiða ber af holræsagjald skv. 1. mgr., skal greiða holræsagjald, sem nemur 0.08allt að 0,20 % (0.8 af hundraði) af heildarfasteignamati eignarinnareiganarinnar, þ. e. a. sþ.e. af mati mannvirkja ásamt mati lóðar.

Bæjarstjórn getur hækkað eða lækkað um allt að 50%, framantalin gjöld, öll þeirra eða hvert um sig, án þess að leita þurfi staðfestingar ráðuneytisins.

2. gr.

Holræsagjald greiðist of húseiganda og lóðarhafa og lóðareiganda, ef um eignarlóð er að ræða, og bera þessir aðilar ábyrgð á greiðslu gjaldsins. Gjaldið hefur lögtaksrétt og er tryggt með lögveðrétti í lóð og mannvirkjum næstu 2 ár eftir gjalddaga þess, með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.

3. gr.

Um gjalddaga og innheimtu holræsagjalds fer með sama hætti og um fasteignamatsskatt, enda skuli gjöld þessi innheimt sameiginlega.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt of bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar, staðfestist hér með samkvæmt vatnalögum nr. 15 20. júni 1923 til þess að öðlast gildi þegar í stað.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.