Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Stofnreglugerð

457/2004

Reglugerð um sameiningu heilbrigðisstofnana.

1. gr.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið að sameina eftirtaldar heilbrigðisstofnanir undir nafninu Heilbrigðisstofnun Suðurlands og tekur sameiningin gildi 1. september 2004:
Heilsugæslustöðina Þorlákshöfn.
Heilsugæslustöðina Hveragerði.
Heilsugæslustöðina Laugarási.
Heilsugæslustöðina Rangárþingi.
Heilsugæslustöðina Vík í Mýrdal.
Heilsugæslustöðina Kirkjubæjarklaustri.
Heilbrigðisstofnunina Selfossi.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. málsl. 2. mgr. 24. gr. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu og öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 21. maí 2004.

Jón Kristjánsson.

Ragnheiður Haraldsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.