Fara beint í efnið
Sýna breytingar
Næsta útgáfa

Prentað þann 7. maí 2024

Upprunaleg útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 20. ágúst 1991 – 29. apríl 1992 Sjá núgildandi

410/1991

Reglugerð um Sjóðshappdrætti Háskóla Íslands.

1. gr.

Happdrætti Háskóla Íslands rekur sérstakt happdrætti undir heitunum Sjóðshappdrætti i Háskóla Íslands og "Happó".

2. gr.

Í happdrættinu eru gefnir út sjálfstæðir útgáfuflokkar, hver um sig auðkenndur með bókstöfum, einum eða fleiri. Bókstafirnir eru prentaðir á happdrættismiðana við hlið miðanúmers. Engar kvaðir eru á fjölda miða sem út eru gefnir í hverjum útgáfuflokki.

3. gr.

Á miðum hvers útgáfuflokks skal, auk auðkennisbókstafs útgáfuflokks, koma fram verð miðans, dráttardagur og innlausnarfrestur vinninga. Miðanúmer skal óæði prentað á miðann með vel læsilegum bókstöfum og tölvutækum strikamerkingum.

4. gr.

Nýr flokkur happdrættismiða skal að jafnaði gefinn út á tveggja vikna fresti, en heimilt er stjórn happdrættisins að breyta útgáfutíðni þannig að ein, tvær, þrjár eða fjórar vikur liði á milli útgáfuflokka.

Sölu hvers flokks lýkur að jafnaði á mánudegi en útdráttur fer fram næsta virkan dag.

5. gr.

Verð hvers happdrættismiða skal vera 250 kr.

6. gr.

Miðar í happdrættinu skulu vera til sölu hjá aðalskrifstofu Happdrættis Háskóla Íslands, umboðsmönnum þess og eftir atvikum öðrum sölumönnum samkvæmt ákvörðun stjórnar happdrættisins.

7. gr.

Miðar í hverjum útgáfuflokki skulu prentaðir í samfellum, sem í eru 100, 200 eða 500 miðar, og myndar hver samfella eitt miðabúnt. Gataröð verði milli einstakra miða þannig að auðveldlega megi skilja miða í sundur þá er sala fer fram.

Miðar skulu að jafnaði seldir úr sérstökum sölukössum, þannig að miðar í hverju miðabúnti seljist í númeraröð - lægri númerin í hverju búnti fyrst.

8. gr.

Þegar miðar (búnt) eru afhentir til sölu skulu númer miðanna skráð í aðaltölvu happdrættisins.

Þegar sölu í útgáfuflokki lýkur skulu starfsmenn happdrættisins, umboðsmenn, og eftir atvikum aðrir sölumenn, staðreyna og staðfesta hvaða miðar eru óseldir of þeim miðum, sem seljendur fengu til sölu. Þessum upplýsingum skal komið tímanlega til aðalskrifstofu happdrættisins þar sem þær verða skráðar í aðaltölvu þess áður en útdráttur fer fram.

Takist ekki að fá upplýsingar tímanlega frá einstökum seljendum um óselda miða skal litið svo á að allir miðar sem þeir fengu til sölu hafi verið seldir. Útgefnum miðum í tilteknum útgáfuflokki sem ekki höfðu selst þegar sölu var hætt, skal skilað til aðalskrifstofu happdrættisins innan viku frá því er útdráttur fór fram.

Happdrættið skal varðveita skrá um selda miða í hverjum útgáfuflokki, svo og óselda miða, og skulu gögn þessi vera aðgengileg til eftirlits fyrir happdrættisráð. Gögnin skulu varðveitt í a.m.k. tvö ár frá útdrætti.

9. gr.

Happdrætti Háskóla Íslands ber ekki ábyrgð á villu í prentun miða, en endurgreiða ber handhafa slíks miða andvirði hans, enda framvísi harm miðanum án ástæðulausrar tafar.

Komi í ljós eftir útdrátt að vegna villu í prentun beri tveir eða fleiri miðar sama vinningsnúmer skiptist vinningsfjárhæð jafnt á hvern miða.

Ógallaðir miðar verða ekki endurgreiddir.

10. gr.

Af heildarsölu hvers útgáfuflokks skal helmingi varið til vinninga. Heildarfjárhæð vinninga í hverjum útgáfuflokki skiptist í þrjá hluta þannig að í hlut eins vinningshafa kemur helmingur fjárhæðarinnar, tíu vinningshafar skipta með sér 30% og eitt hundrað vinningshafar fá samtals 20%.

Stjórn happdrættisins er heimilt að ákveða að 2,5% of heildarsölu hvers útgáfuflokks skulu lögð í sérstakan sjóð sem leggst við hæsta vinning í öðrum útgáfuflokki samkvæmt sérstakri ákvörðun stjórnarinnar. Ákvörðun um það í hvaða útgáfuflokki sjóður þessi verði notaður skal auglýsa eigi síðar en þá er sala hefst í þeim útgáfuflokki.

11. gr.

Útdráttur vinninga fer fram á aðalskrifstofu Happdrættis Háskóla Íslands og skal tölva þess notuð við útdráttinn.

Þegar útdráttur fer fram skal liggja fyrir hversu margir miðar voru prentaðir í hlutaðeigandi útgáfuflokki, hversu margir þeirra voru seldir og hvaða miðar höfðu ekki selst.

Vinningsnúmer skulu eingöngu dregin úr númerum seldra miða.

Við útdrátt skal nota sömu gögn og tæki og notuð eru við útdrátt í flokkahappdrætti Háskólans.

Eftirlit með útdrætti skal vera í höndum happdrættisráðs sem færir niðurstöður útdráttar og aðrar upplýsingar um framkvæmd hans í sérstaka gerðabók og staðfestir vinningaskrá.

Heimilt er að fresta birtingu á niðurstöðu útdráttar í allt að tvo sólarhringa.

12. gr.

Að loknum drætti skal happdrættið láta prenta skýrslu um vinninga, hvaða miðar hafi hlotið vinninga og hve háa. Skal skýrslan send öllum umboðsmönnum happdrættisins og vera þar til sýnis viðskiptamönnum.

13. gr.

Vinningsmiðum ber að framvísa til happdrættisins. Þar til nafnritun á sér stað aftan á miðann er litið á handhafa hans sem eiganda. Þegar nafnritun hefur átt sér stað skal litið á þann er ritað hefur nafn sitt sem réttan eiganda og rétthafa til vinnings. Hafi fleiri en einn skráð nafn sitt sem eiganda á bakhlið vinningsmiða, þurfa þeir að kvitta fyrir vinningi eða gefa umboð til móttöku hans.

14. gr.

Vinningar sem nema lægri upphæð en 20.000 kr. skulu greiddir hjá sölumanni eða umboðsmanni eða á aðalskrifstofu happdrættisins. Greiðsla skal hefjast ekki síðar en á fjórða virkum degi eftir útdrátt.

Vinningar sem nema 20.000 kr. eða hærri fjárhæð skulu greiddir frá aðalskrifstofu Happdrættis Háskóla Íslands innan tveggja vikna frá því er vinningsmiða er framvísað.

Þegar vinningur nemur 20.000 kr. eða hærri fjárhæð skal vinningshafi framvísa vinningsmiða sínum hjá sölumanni eða umboðsmanni eða á aðalskrifstofu happdrættisins ásamt útfylltu þar til gerðu útborgunareyðublaði. Skal vinningshafinn fá í hendur kvittað eintak útborgunareyðublaðsins. Aðalskrifstofan greiðir vinning um leið og gengið hefur verið úr skugga um að vinningsmiði sé gildur.

Vextir reiknast ekki á vinninga.

15. gr.

Vinnings skal vitja innan eins árs frá því að útdráttur fór fram í hlutaðeigandi útgáfuflokki. Að þeim fresti liðnum verður vinningurinn eign happdrættisins.

16. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um happdrætti Háskóla Íslands, nr. 1313. apríl 1973, sbr. lög nr. 23 5. maí 1986, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 20, ágúst 1991.

Þorsteinn Pálsson.

Þorsteinn Geirsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.