Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 30. júní 2022

405/2015

Reglugerð um aðskilda sölu á reikiþjónustu í smásölu innan Evrópska efnahagssvæðisins.

1. gr. Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XI. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1203/2012 frá 14. desember 2012 um aðskilda sölu á reikiþjónustu í smásölu sem reglur eru settar um innan Sambandsins, sem birtist sem fylgiskjal I við reglugerð þessa, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 57/2015 frá 20. mars 2015.

2. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 2. mgr. 35. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003 með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi og gildir til og með 30. júní 2022.

Innanríkisráðuneytinu, 14. apríl 2015.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Vera Sveinbjörnsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.