Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Stofnreglugerð

390/1996

Reglugerð um holræsagjöld í Reykjanesbæ.

1. gr.

Hverjum þeim, sem á hús eða húshluta í Reykjanesbæ eða leigir lóð í bænum við götu eða opið svæði, sem holræsi hefur verið lagt í, ber að greiða árlegt holræsagjald til bæjarsjóðs Reykjanesbæjar.

Upphæð holræsagjaldsins skal vera 0,13% af fasteignamati íbúðarhúsa og lóða, og 0,36% af fasteignamati atvinnuhúsnæðis og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald. Gjöld samkvæmt grein þessari er bæjarstjórn heimilt að hækka eða lækka allt að 50% án þess að samþykki ráðuneytisins komi til.

2. gr.

Holræsagjald greiðist af hús- og íbúðareiganda, lóðareiganda, ef um eignarlóð er að ræða, en af leigutaka, ef um leigulóð er að ræða, og bera þessir aðilar ábyrgð á greiðslu gjaldsins. Gjaldið hefur lögtaksrétt og er tryggt með lögveðsrétti í lóð og mannvirkjum næstu 2 ár eftir gjalddaga þess, með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.

3. gr.

Um gjalddaga og innheimtu holræsagjalds fer með sama hætti og um fasteignaskatt, enda skulu gjöld þessi innheimt sameiginlega.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af bæjarstjórn Reykjanesbæjar, staðfestist hér með samkvæmt vatnalögum nr. 15/1923 til þess að öðlast þegar gildi. Jafnframt er úr gildi felld reglugerð um holræsi og holræsagjöld í Keflavík nr. 206/1958 með síðari breytingum og reglugerð um holræsagjöld í Njarðvíkurbæ nr. 64/1994.

Félagsmálaráðuneytinu, 10. júlí 1996.

F. h. r.

Húnbogi Þorsteinsson.

Sesselja Árnadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.