Fara beint í efnið

Prentað þann 1. maí 2024

Breytingareglugerð

388/2024

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

1. gr.

Í stað orðanna "skv. lögum um loftslagsmál" í 1. gr. reglugerðarinnar kemur: skv. lögum um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

2. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Reglugerð þessi gildir um rekstraraðila í staðbundinni starfsemi, flugrekendur og skipafélög sem heyra undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir skv. lögum um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og mælir hún m.a. fyrir um losunarleyfi, úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda, vöktun, skýrslugjöf og vottun vegna losunar, faggildingu, nýsköpunarsjóð, hvaða flugrekendur og skipafélög heyra undir umsjón íslenskra stjórnvalda og annað er viðkemur viðskiptakerfinu.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "laga um loftslagsmál" í 2., 3., 9., 10., 12., 14., 15. og 17. tölul. kemur: laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
  2. Í stað "II. viðauka" í 2., 9. og 10. tölul. kemur: I. viðauka.
  3. Í stað "3. gr." í 3. tölul. kemur: orðskýringum laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
  4. Í stað "14. gr. a" í 12. tölul. kemur: 20. gr.
  5. Á eftir 15. tölul. kemur nýr tölul. svohljóðandi: Skipafélag: Skipseigandi eða önnur stofnun eða einstaklingur, svo sem framkvæmdastjóri eða skipamiðlari þurrleiguskipa sem hefur tekið á sig ábyrgð á rekstri skips fyrir hönd skipseiganda og gengist við öllum skyldum og þeirri ábyrgð sem felst í alþjóðakóða um öryggisstjórnun skipa og mengunarvarnir, þ.e. ISM‑kóða í I. viðauka við reglugerð um öryggisstjórnun skipa.
  6. Á eftir 18. tölul. kemur nýr tölul. svohljóðandi: Viðkomuhöfn: Höfn þar sem skip hefur viðkomu til að ferma eða afferma farm eða fyrir farþega að stíga um borð eða fara frá borði eða höfn þar sem grunnsævisskip hefur viðkomu til að leysa áhöfnina af; undanskilin er viðkoma í þeim tilgangi einum að taka eldsneyti, ná í birgðir, hvíla áhöfn annars skips en grunnsævisskips, fara í þurrkví eða til að lagfæra skipið, búnað þess eða hvort tveggja, viðkoma í höfn sökum þess að skipið þarfnast aðstoðar eða er nauðstatt, flutningur milli skipa sem fer fram utan við höfnina, viðkoma í þeim tilgangi einum að skýla sér frá slæmum veðurskilyrðum eða það reynist nauðsynlegt vegna leitar- og björgunaraðgerða og viðkoma gámaskipa í aðliggjandi gámaumfermingarhöfn sem er skráð í reglugerð (ESB) 2023/2297, sbr. 33. gr. reglugerðar þessarar.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "laga um loftslagsmál" í 1., 2. og 3. mgr. kemur: laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
  2. Í stað "14. gr. a" í 2. mgr. kemur: 20. gr.
  3. Í stað "21. gr. b" í 3. mgr. kemur: 11. gr.

5. gr.

Í stað "10. og 17. gr. laga um loftslagsmál" í e-lið 1. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar kemur: 3. mgr. 12. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

6. gr.

Í stað "21. gr. b laga um loftslagsmál" í 2. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar kemur: 11. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

7. gr.

Í stað orðanna "laga um loftslagsmál" í 10. gr. reglugerðarinnar kemur: laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

8. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "9. gr. laga um loftslagsmál" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 1. mgr. 10. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
  2. Lokamálsl. 1. mgr. orðast svo: Heildarfjöldi losunarheimilda dregst saman árlega samkvæmt línulegum stuðli sem skal vera 4,3% frá árinu 2024 til ársins 2027 og 4,4% frá og með árinu 2028.

9. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "9. gr. laga um loftslagsmál" í 1. mgr. kemur: 10. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
  2. Orðin "sbr. 9. gr. sömu laga" falla brott.

10. gr.

Í stað "9. gr. laga um loftslagsmál" í 13. gr. reglugerðarinnar kemur: 10. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

11. gr.

16. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Ísland telst umsjónarríki eftirfarandi flugrekenda:

  1. flugrekenda sem hafa flugrekstrarleyfi útgefið á Íslandi, og
  2. flugrekenda sem ekki hafa flugrekstrarleyfi útgefið í ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, ef stærsti hluti losunar þeirra sem fellur undir I. viðauka laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir á viðmiðunarári tilheyrir Íslandi.

Viðmiðunarár skv. 1. mgr. skal vera árið 2006. Ef flugrekandi hefur hafið flugstarfsemi skv. I. viðauka laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir eftir 1. janúar 2006 skal viðmiðunarárið vera fyrsta heila almanaksárið sem hann er í rekstri.

Ef ekkert af losun flugrekanda sem getið er í b-lið 1. mgr. tilheyrir Íslandi fyrstu tvö ár einhvers þess 10 ára tímabils sem hófst frá og með 1. janúar 2021 skal flugrekandi frá og með næsta 10 ára tímabili heyra undir umsjón þess ríkis Evrópska efnahagssvæðisins sem stærstur hluti losunar flugrekandans tilheyrði á þessum tveimur árum.

Niðurröðun flugrekenda á umsjónarríki á Evrópska efnahagssvæðinu skal vera í samræmi við skrá framkvæmdastjórnar ESB skv. reglugerð þar um, sbr. 2. mgr. 33. gr. reglugerðar þessarar. Ef ósamræmi er á milli niðurröðunar flugrekenda í skránni og 1. mgr. þessarar greinar skal niðurröðun samkvæmt skránni ganga framar. Tilgreining flugrekanda eða skortur á tilgreiningu hans í skránni hefur ekki áhrif á það hvort flugrekandi heyri undir gildissvið laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

Ef flugrekanda er ekki getið í skránni, sbr. 4. mgr., skal mat á því hvaða ríki losun tilheyrir byggjast á upplýsingum frá Evrópustofnun um öryggi flugleiðsögu. Í slíkum tilvikum skal Ísland þó aðeins teljast umsjónarríki flugrekanda að fenginni staðfestingu Umhverfisstofnunar.

12. gr.

Á eftir III. kafla kemur nýr kafli, III. kafli A, svohljóðandi:

III. KAFLI A Skipafélög.

16. gr. a.

Umsjónarríki skipafélaga.

Ísland telst umsjónarríki eftirfarandi skipafélaga:

  1. Skipafélaga sem skráð eru á Íslandi.
  2. Skipafélaga sem eru ekki skráð í ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, ef áætlað er að viðkomandi skipafélag hafi oftast átt viðkomu í íslenska höfn í förnum sjóferðum á næstliðnum fjórum vöktunarárum og sem stunda starfsemi sem getið er í I. viðauka laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
  3. Skipafélaga sem ekki er skráð í ríki á Evrópska efnahagssvæðinu og stunda engar sjóferðir sem falla undir gildissvið laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir á næstliðnum fjórum vöktunarárum, ef skip félagsins hóf eða lauk fyrstu sjóferð sinni sem fellur undir gildissvið viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir.

16. gr. b.

Vöktun, skýrslugjöf og vottun skipafélags.

Skipafélög sem stunda sjóflutningastarfsemi sem heyrir undir I. viðauka laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, skulu í samræmi við reglugerð (ESB) 2015/757, sbr. 34. gr. reglugerðar þessarar, vakta losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni og skila um hana skýrslu til Umhverfisstofnunar og Eftirlitsstofnunar EFTA.

Í samræmi við reglugerð (ESB) 2015/757, sbr. 34. gr. reglugerðar þessarar, skulu skipafélög í sjóflutningastarfsemi sem heyrir undir I. viðauka laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir vakta losun gróðurhúsalofttegunda og skila um hana skýrslu til Umhverfisstofnunar og Eftirlitsstofnunar EFTA.

13. gr.

Í stað "21. gr. b laga um loftslagsmál" í 1., 2. og 4. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar kemur: 11. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

14. gr.

Í stað orðanna "laga nr. 70/2012 um loftslagsmál" í 1. mgr. 23. gr. reglugerðarinnar kemur: laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

15. gr.

Í stað orðanna "lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál" í 24. gr. reglugerðarinnar kemur: lögum um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

16. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "9. og 20. gr. laga um loftslagsmál" í 1. mgr. kemur: 10. gr. og bráðabirgðaákvæði II í lögum um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
  2. Í stað orðanna "lögum um loftslagsmál" í 2. mgr. kemur: lögum um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
  3. Í stað "21. gr. b laga" í 2. mgr. kemur: 11. gr. laganna.

17. gr.

Í stað orðanna "38. gr. laga um loftslagsmál" í 1. og 2. mgr. 26. gr. reglugerðarinnar kemur: 25. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

18. gr.

Í stað orðanna "XII. kafla laga um loftslagsmál" í 27. gr. reglugerðarinnar kemur: VIII. kafla laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

19. gr.

Í stað orðanna "lögum um loftslagsmál" í 28. gr. reglugerðarinnar kemur: lögum um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

20. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 29. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "39. gr. a laga um loftslagsmál" í 1. mgr. kemur: 27. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
  2. Í stað orðanna "lögum um loftslagsmál" í 2. mgr. kemur: lögum um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
  3. Í stað "39. gr. a laga um loftslagsmál" í 2. mgr. kemur: 27. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
  4. Í stað orðanna "lögum um loftslagsmál" í 3. mgr. kemur: lögum um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
  5. Í stað "39. gr. a laga um loftslagsmál" í 3. mgr. kemur: 27. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

21. gr.

Í stað orðanna "XIII. kafla laga um loftslagsmál" í 30. gr. reglugerðarinnar kemur: X. kafla laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

22. gr.

Eftirfarandi stafliðir bætast við 31. gr. reglugerðarinnar:

  1. Tilskipun (ESB) 2023/958 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB að því er varðar framlag flugstarfsemi til markmiðs Sambandsins um samdrátt á losun sem hefur áhrif á allt hagkerfið og viðeigandi framkvæmd hnattrænnar markaðstengdrar ráðstöfunar sem vísað er til í tölulið 21al í III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 334/2023 frá 8. desember 2023 með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 11 frá 1. febrúar 2024, bls. 529-547.
  2. Tilskipun (ESB) 2023/959 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Sambandsins og ákvörðun (ESB) 2015/1814 um að koma á fót og starfrækja markaðsstöðugleikavarasjóð fyrir kerfi Sambandsins fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda sem vísað er til í tölulið 21al í III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 335/2023 frá 8. desember 2023 með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 11 frá 1. febrúar 2024, bls. 562-630.

23. gr.

Á eftir 33. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein svohljóðandi:

Með reglugerð þessari eru eftirtaldar EES-gerðir sem settar hafa verið í tengslum við skipafélög í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir innleiddar og skulu þær öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 frá 29. apríl 2015 um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun koltvísýrings frá sjóflutningum og um breytingu á tilskipun 2009/16/EB sem vísað er til í tölulið, 56b í XIII. viðauka og tölulið 21aw í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 215/2016 frá 28. október 2016 með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XIII. og XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63 frá 17. nóvember 2016, bls. 305-326.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2072 frá 22. september 2016 um sannprófunarstörf og faggildingu sannprófenda samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun koltvísýrings frá sjóflutningum, sem vísað er til í tölulið 21awa, III. kafla í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 205/2017 frá 27. október 2017 með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XIII. og XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74 frá 16. nóvember 2017, bls. 634-653.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1927 frá 4. nóvember 2016 um sniðmát fyrir vöktunaráætlanir, losunarskýrslur og samræmingarskjöl samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun koltvísýrings frá sjóflutningum, sem vísað er til í tölulið 21awb, III. kafla í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 205/2017 frá 27. október 2017 með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XIII. og XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74 frá 16. nóvember 2017, bls. 654-674.
  4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2071 frá 22. september 2016 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 að því er varðar aðferðir við vöktun á losun koltvísýrings og reglur um vöktun annarra viðeigandi upplýsinga, sem vísað er til í tölulið 21aw, III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 30/2018, frá 9. febrúar 2018 með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XIII. og XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 14, frá 8. mars 2018, bls. 382-385.
  5. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1928 frá 4. nóvember 2016 um ákvörðun á farmi sem fluttur er með skipum, sem falla undir aðra flokka en farþegaskip, ekjuskip og gámaskip, samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun koltvísýrings frá sjóflutningum, sem vísað er til í tölulið 21awc, III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 74/2018, frá 23. mars 2018 með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XIII. og XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 33, frá 17. maí 2018, bls. 356-359.
  6. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/957 um breytingu á reglugerð (ESB) 2015/757 Evrópuþingsins og ráðsins um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun koltvísýrings frá sjóflutningum og um breytingu á tilskipun 2009/16/EB sem vísað er til í tölulið 21aw, III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 335/2023 frá 8. desember 2023 með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XIII. og XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 11, frá 1. febrúar 2024, bls. 552-561.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2297 frá 26. október 2023 um að tilgreina aðliggjandi gámaumfermingarhafnir samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB, sem vísað er til í tölul. 21alr í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 338/2023, frá 8. desember 2023 með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XIII. og XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 11 frá 1. febrúar 2024, bls. 808-810.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2599 frá 22. nóvember 2023 um reglur um beitingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar stjórnun stjórnsýsluyfirvalda, að því er varðar skipafélag, á skipafélögum, sem vísað er til í tölul. 21als í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 339/2023, frá 8. desember 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 11 frá 1. febrúar 2024, bls. 811-815.
  9. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2776 frá 12. október 2023 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 að því er varðar reglur um vöktun á losun gróðurhúsalofttegunda og öðrum viðeigandi upplýsingum frá sjóflutningum sem vísað er til í tölul. 21aw í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 345/2023, frá 22. desember 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 11 frá 1. febrúar 2024, bls. 816-830.

24. gr.

1. málsl. 1. mgr. 34. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. mgr. 5. gr., 6. mgr. 9. gr., 7. mgr. 10. gr., 4. mgr. 11. gr. og 23. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

25. gr. Innleiðing.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirtöldum gerðum:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 frá 29. apríl 2015 um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun koltvísýrings frá sjóflutningum og um breytingu á tilskipun 2009/16/EB sem vísað er til í tölulið, 56b í XIII. viðauka og tölulið 21aw í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 215/2016 frá 28. október 2016.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2072 frá 22. september 2016 um sannprófunarstörf og faggildingu sannprófenda samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun koltvísýrings frá sjóflutningum, sem vísað er til í tölulið 21awa, III. kafla í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 205/2017 frá 27. október 2017.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1927 frá 4. nóvember 2016 um sniðmát fyrir vöktunaráætlanir, losunarskýrslur og samræmingarskjöl samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun koltvísýrings frá sjóflutningum, sem vísað er til í tölulið 21awb, III. kafla í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 205/2017 frá 27. október 2017.
  4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2071 frá 22. september 2016 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 að því er varðar aðferðir við vöktun á losun koltvísýrings og reglur um vöktun annarra viðeigandi upplýsinga, sem vísað er til í tölulið 21aw, III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 30/2018, frá 9. febrúar 2018.
  5. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1928 frá 4. nóvember 2016 um ákvörðun á farmi sem fluttur er með skipum, sem falla undir aðra flokka en farþegaskip, ekjuskip og gámaskip, samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun koltvísýrings frá sjóflutningum, sem vísað er til í tölulið 21awc, III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 74/2018, frá 23. mars 2018.
  6. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/957 um breytingu á reglugerð (ESB) 2015/757 Evrópuþingsins og ráðsins um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun koltvísýrings frá sjóflutningum og um breytingu á tilskipun 2009/16/EB sem vísað er til í tölulið 21aw, III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 335/2023 frá 8. desember 2023.
  7. Tilskipun (ESB) 2023/958 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB að því er varðar framlag flugstarfsemi til markmiðs Sambandsins um samdrátt á losun sem hefur áhrif á allt hagkerfið og viðeigandi framkvæmd hnattrænnar markaðstengdrar ráðstöfunar sem vísað er til í tölulið 21al í III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 334/2023 frá 8. desember 2023.
  8. Tilskipun (ESB) 2023/959 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Sambandsins og ákvörðun (ESB) 2015/1814 um að koma á fót og starfrækja markaðsstöðugleikavarasjóð fyrir kerfi Sambandsins fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda sem vísað er til í tölulið 21al í III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 335/2023 frá 8. desember 2023.
  9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2297 frá 26. október 2023 um að tilgreina aðliggjandi gámaumfermingarhafnir samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB, sem vísað er til í tölul. 21alr í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 338/2023, frá 8. desember 2023.
  10. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2599 frá 22. nóvember 2023 um reglur um beitingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar stjórnun stjórnsýsluyfirvalda, að því er varðar skipafélag, á skipafélögum, sem vísað er til í tölul. 21als í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 339/2023, frá 8. desember 2023.
  11. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2776 frá 12. október 2023 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 að því er varðar reglur um vöktun á losun gróðurhúsalofttegunda og öðrum viðeigandi upplýsingum frá sjóflutningum sem vísað er til í tölul. 21aw í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 345/2023, frá 22. desember 2023.

26. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. mgr. 5. gr., 6. mgr. 9. gr., 7. mgr. 10. gr., 4. mgr. 11. gr. og 23. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

Reglugerð þessi öðlast gildi við birtingu og fellur þá jafnframt úr gildi reglugerð nr. 834/2017 um vöktun, vottun og skýrslugjöf vegna losunar koldíoxíðs frá sjóflutningum.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 25. mars 2024.

F. h. r.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

Hugi Ólafsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.