Fara beint í efnið

Prentað þann 30. apríl 2024

Eldri útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 18. okt. 2008 – 14. nóv. 2008 Sjá núgildandi
Sýnir breytingar gerðar 18. okt. 2008 af rg.nr. 961/2008

283/1997

Reglugerð um héraðslögreglumenn.

I. KAFLI Hlutverk og starfssvið.

1. gr.

Hlutverk héraðslögreglumanna er að gegna almennum löggæslustörfum, þegar á þarf að halda, þar á meðal að halda uppi reglu á mannfundum og skemmtunum undir stjórn lögreglumanna.

2. gr.

Lögreglustjóra í öðrum umdæmum en í umdæmum lögreglustjóranna á Akureyri, Akranesi, Selfossi, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu er heimilt að ráða allt að 8 héraðslögreglumenn til starfa í umdæmi sínu, að fengnu samþykki ríkislögreglustjóra.

 Lögreglustjórunum á Akureyri, Akranesi og Selfossi er heimilt að ráða allt að 16 héraðslögreglumenn, lögreglustjóranum á Suðurnesjum er heimilt að ráða allt að 40 héraðslögreglumenn og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu er heimilt að ráða allt að 80 héraðslögreglumenn að fengnu samþykki ríkislögreglustjóra.

3. gr.

Lögreglustjóra er heimilt að kalla héraðslögreglumenn til aðstoðarstarfa þegar vinnuálag er mest, til viðbótar þeim lögreglumönnum sem heimild er fyrir í hverju umdæmi. Héraðslögreglumönnum er ekki ætlað að leysa af lögreglumenn vegna aðstæðna sem taldar eru í 4. mgr. 28. gr. lögreglulaga.

II. KAFLI Ráðning og starfskjör.

4. gr.

Umsókn um starf héraðslögreglumanns skal leggja fram á umsóknareyðublaði um lögreglustarf, og skila þá jafnframt fullnægjandi vottorðum í samræmi við 5. gr.

5. gr.

HéraðslögreglumennUmsækjandi skuluum starf héraðslögreglumanns skal fullnægja þessumeftirtöldum skilyrðum:

 a.

  1. vera áíslenskur aldrinumríkisborgari, 20-3540 ára við fyrstu ráðingu,

  2.  b. vera íslenskir ríkisborgarar, og

  3. hafa ekki hlotiðgerst dómbrotlegur fyrirvið refsiverðanrefsilög; verknaðþetta samkvæmtgildir almennumþó hegningarlögumekki ef brot er smávægilegt eða langt um liðið frá því að það var framið,

  4.  c.

  5. vera andlega og líkamlega heilbrigðirheilbrigður og standast læknisskoðun trúnaðarlæknis samkvæmt fyrirliggjandi kröfum,

  6.  d.

  7. hafa lokið a.m.k. tveggja ára almennu framhaldsnámi eða öðru sambærilegu námi með fullnægjandi árangri eða starfsþjálfun sem jafna má til slíks náms, hafa gott vald á íslensku, einu Norðurlandamáli aukog ensku eða þýsku, hafa almenn ökuréttindi til aksturs bifreiðarbifreiðaaksturs og vera syndirsyndur.

6. gr.

Gera skal skriflegan ráðningarsamning við héraðslögreglumenn með 3 mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti.

Við ráðningu skulu héraðslögreglumenn vinna heit skv. 29. gr. lögreglulaga.

7. gr.

Fyrir þá kvöð, sem hvílir á héraðslögreglumönnum, að þurfa ávallt að vera reiðubúnir að sinna verkefnum, skulu þeir fá sérstaka þóknun sem skal ráðast af þeim kjarasamningi sem í gildi er á hverjum tíma milli Landssambands lögreglumanna og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.

Að auki skulu þeir fá greitt fyrir unnar vinnustundir samkvæmt sama kjarasamningi.

8. gr.

Héraðslögreglumanni skal afhentur einkennisfatnaður og annar nauðsynlegur búnaður, þegar skriflegur ráðningarsamningur er gerður. Um einkennisföt, klæðaburð og búnað héraðslögreglumanns gilda ákvæði reglugerðar um einkennisbúninga, merki og búnað lögreglumanna.

9. gr.

Námskeið fyrir héraðslögreglumenn skulu haldin á vegum Lögregluskóla ríkisins og er héraðslögreglumönnum skylt að sækja slík námskeið eftir ákvörðun lögreglustjóra.

Skólanefnd lögregluskólans ákveður hvenær og hversu oft slík námskeið eru haldin og hvaða námsgreinar skulu kenndar.

III. KAFLI Réttindi og skyldur.

10. gr.

Héraðslögreglumenn njóta sömu réttinda og bera sömu skyldur og fastráðnir lögreglumenn á meðan þeir eru að störfum. Héraðslögreglumenn fara með lögregluvald þegar þeir eru að störfum.

IV. KAFLI Gildistaka.

11. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. 3. mgr. 10. gr. lögreglulaga, nr. 90 13. júní 1996, öðlast gildi 1. júlí 1997. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð um héraðslögreglumenn og aðra afleysingamenn í lögreglustarfi, nr. 284 29. maí 1981.

 Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 23. apríl 1997. 

 Þorsteinn Pálsson. 

 Símon Sigvaldason. 

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.