Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Stofnreglugerð

141/1985

Reglugerð um höfundaréttargjald

1. gr.

Höfundar verka sem útvarpað hefur verið eða gefin út á hljóðriti eða myndriti, eiga rétt á sérstöku endurgjaldi vegna upptöku verka þeirra á hljóð- eða myndbönd til einkanota með heimild í 3. mgr. 11. gr. höfundalaga nr. 73/1972 sbr. 1. 78/1984. Greiða skal gjald of tækjum til upptöku verka á hljóð- og myndbönd til einkanota svo og of auðum hljóð- og myndböndum og öðrum böndum sem telja má ætluð til slíkra nota. Gjaldið skal greitt of tækjum og böndum sem flutt eru til landsins eða framleidd eru hér á landi og hvílir skylda til að svara gjaldi þessu á innflytjendum og framleiðendum.

Gjald of tækjum nemi 4% of innflutningsverði (tollverði) eða framleiðsluverði (söluverði framleiðenda) ef um innlenda framleiðslu er að ræða.

Gjald of auðum hljóðböndum nemi kr. 10, en kr. 30 ef um auð myndbönd er að ræða. Höfundarréttargjald þetta skal verðtryggt skv. lánskjaravísitölu frá gildistöku lags nr. 78/ 1984, en þá var hún 879 stig. Gjald fyrir hvert greiðslutímabil sbr. 2. gr. miðast við áorðnar breytingar á lánskjaravísitölunni í upphafi tímabilsins.

2. gr.

Innflytjendur og framleiðendur skulu greiða gjöldin til Innheimtumiðstöðvar gjalda skv. 4. mgr. 11. gr. höfundalaga nr. 73/1972. Greiðslur skal inna of hendi ársfjórðungslega á eftirfarandi gjalddögum: Hinn 15. apríl fyrir tímabilið janúar-mars, 15. jú1í fyrir tímabilið apríl-júní, 15. október fyrir tímabilið jú1í-September og 15. janúar fyrir tímabilið október-desember. Greiðslu skal fylgja skilagrein á þar til gerðum eyðublöðum. Sé greiðsla eigi innt of hendi á gjalddaga reiknast á hana hæstu lögleyfðu dráttarvextir samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Íslands á hverjum tíma.

3. gr.

Innflytjendum og framleiðendum ber skylda til að afhenda Innheimtumiðstöðinni ljósrit of aðflutningsskýrslum, innkaupareikningum ásamt öðrum gögnum, sem upplýsingar veita um fjölda og verð innfluttra banda og tækja.

Innheimtumiðstöðin á rétt á að löggiltur endurskoðandi viðkomandi fyrirtækis staðfesti að uppgjör sé rétt og í samræmi við bókhald þess.

Sá sem fengið hefur vitneskju um viðskipti innflytjenda eða framleiðenda með stoð í 1. og 2. mgr. þessarar greinar er bundinn þagnarskyldu um þar sem harm verður áskynja og er honum óheimilt að hagnýta sér þá vitneskju í eigin þágu eða láta öðrum hana í té að viðlagðri ábyrgð lögum samkvæmt.

4. gr.

Gjaldtaka of hljóðböndum og tækjum skv. reglum þessum kemur til framkvæmda 1. apríl 1985, en of myndböndum og tækjum 1. nóvember 1985.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum höfundarlaga nr. 73/1972, sbr. lög nr. 78/ 1984 og öðlast gildi frá og með 1. apríl 1985.

Menntamálaráðuneytið, 15. mars 1985.

Ragnhildur Helgadóttir.

Þórunn J. Hafstein.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.