Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 29. mars 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 20. júlí 2022

95/2021

Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja.

1. gr.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirtaldar reglugerðir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sbr. 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæði og bókun 1 við EES-samninginn:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/867 um flokka ráðstafana sem vernda skal við hlutaframsal eigna skv. 76. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 187/2019 frá 10. júlí 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 54 frá 13. ágúst 2020, bls. 14-19.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/860 um nánari tilgreiningu á aðstæðum þar sem nauðsynlegt er að veita undanþágu frá beitingu heimilda til niðurfærslu eða umbreytingar skv. 3. mgr. 44. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB sem kemur á ramma um endurreisn og skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 237/2019 frá 27. september 2019. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 54 frá 13. ágúst 2020, bls. 19-29.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/778 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er það varðar við hvaða aðstæður og með hvaða skilyrðum hægt er að fresta greiðslu á sérstökum eftir á framlögum að hluta til eða að öllu leyti, og um viðmiðanir til að ákvarða starfsemi, þjónustu og rekstur að því er varðar nauðsynlega starfsemi, og til að ákvarða starfssvið og tengda þjónustu varðandi kjarnastarfssvið. Reglugerðin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 187/2019 frá 10. júlí 2019 og er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 34 frá 25. maí 2022, bls. 1-7.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 4. mgr. 56. gr., 3. mgr. 74. gr., 2. mgr. 75. gr. og 2. mgr. 76. gr. laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, öðlast þegar gildi.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.