Fara beint í efnið

Prentað þann 17. maí 2024

Eldri útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 10. maí 2006 – 26. feb. 2010 Sjá núgildandi
Sýnir breytingar gerðar 20. feb. 2002 – 10. maí 2006 af rg.nr. 118/2002, 94/2003, 1019/2004 og 363/2006

80/2001

Reglugerð um jöfnun tekjutaps sveitarfélaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti.

1. gr.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða sveitarfélögum framlög skv. 3. gr. reglugerðar þessarar til að jafna tekjutap einstakra sveitarfélaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti í kjölfar breytingar á álagningarstofni mannvirkja, sbr. 4. gr. laga nr. 144/2000 um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

Félagsmálaráðherra tekur ákvörðun um úthlutun framlaga, sbr. 1. mgr., að fengnum tillögum ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

2. gr.

TekjurTil framlaga samkvæmt reglugerð þessari skulu renna allt að 30% af tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegnaskv. tekjujöfnunara-lið 8. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum.

 Hlutdeild í tekjum Jöfnunarsjóðs, sbr. 1. gr.mgr., skuluskal veramiðast framlagvið úrtekjur ríkissjóðisjóðsins ersamkvæmt nemifjárlögum 0,64%yfirstandandi afárs skatttekjum ríkissjóðsteknu aftilliti beinumtil oghugsanlegra óbeinumleiðréttinga sköttumá semtekjum innheimtirhans erusamkvæmt í ríkissjóðfjáraukalögum.

3. gr.

Í þeim tilvikum sem afskrifað endurstofnverð húsa og mannvirkja, annarra en sumarhúsa og, útihúsa í sveitum og mannvirkja og lóða sem falla undir 3. gr. reglugerðar um fasteignaskatt, nr. 1160/2005, margfaldað með markaðsstuðli fasteigna í Reykjavík, samkvæmt matsreglum Fasteignamats ríkisins, er hærra en fasteignamat sömu fasteigna, skal Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiða framlag til viðkomandi sveitarfélags.

Framlög Jöfnunarsjóðs til einstakra sveitarfélaga skulu reiknast sem mismunur á fasteignamati og álagningarstofni í hverju sveitarfélagi, sbr. 1. mgr., margfaldaður með álagningarprósentu fasteignaskatts viðkomandi sveitarfélags eins og hún var árið 2000, sbr. fylgiskjal 1. Heildarframlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga skulu þó ávallt nema sömu fjárhæð og tekjur skv. 2. gr.

4. gr.

Á grundvelli árlegrar skrár frá Fasteignamati ríkisins um metnar fasteignir í hverju sveitarfélagi, þar sem fram kemur m.a. heildarfasteignamat fasteignanna ásamt svonefndum álagningarstofni sömu eigna skal Jöfnunarsjóður sveitarfélaga reikna út framlög til sveitarfélaga samkvæmt reglugerð þessari. Við útreikninginn skal Jöfnunarsjóður taka tillit til upplýsinga frá sveitarfélögum um breytingar sem þau gera á skránni áður en til álagningar kemur og hafa til hliðsjónar þau ákvæði reglugerðar um fasteignaskatt nr. 945/2000 sem sveitarfélög beita við álagninguna, sbr. 2. mgr. Útreikningi framlaga skal lokið eigi síðar en 15. júní ár hvert.

UpplýsingarUpplýsingum um breytingar sveitarfélaga á skrá Fasteignamats ríkisins, sbr. 1. mgr., skuluskal skilað tilá fasteignaeyðublöðum sem Jöfnunarsjóður lætur sveitarfélögum í té. Á þeim skal tilgreina eftirfarandi atriði:

  1.  fasteignir sem undanþegnar eru álagningu fasteignaskatts skv. 1. mgr. 6. gr. reglugerðar um fasteignaskatt nr. 945/2000, eða ákvæðum sérlaga, svo
  2. ogákvarðanir þeirra leiðréttinga sem sveitarfélög gera á skránni vegna fasteigna þar sem flokkun eða mat hefur breyst svo sem í kjölfar endurmats eða kæru til yfirfasteignamatsnefndar. Upplýsingarnar skulu einnig ná til ákvarðanasveitarfélags um lækkun eða niðurfellingu álagðs fasteignaskatts vegna fasteigna sem falla undir 11.-4. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 945/2000 og um beitingufasteignaskatt,
  3.  lækkun fasteignaskatts vegna samninga við stóriðjufyrirtæki,
  4.  leiðréttingar sem sveitarfélög gera vegna fasteigna þar sem flokkun eða mat hefur breyst, svo sem í kjölfar endurmats eða úrskurðar yfirfasteignamatsnefndar,
  5.  beitingar mismunandi álagningarprósentu í sameinuðu sveitarfélagi, sbr. 5. mgr. 7. gr. sömureglugerðar reglugerðar.um Ennfremurfasteignaskatt, skulu
  6. upplýsingarnar ná til endanlegrarendanlega niðurstöðu álagningar vegna fasteigna þar sem nýting er með þeim hætti að ákvæði 3. mgr. 4. gr., 2. mgr. 6. gr. og 8. gr. sömureglugerðar reglugerðarum fasteignaskatt eiga við.

Með álagningarstofni, sbr. 1. mgr., er átt við afskrifað endurstofnverð húsa og mannvirkja samkvæmt matsreglum Fasteignamats ríkisins, annarra en sumarhúsa og útihúsa í sveitum, margfaldað með markaðsstuðli fasteigna í Reykjavík, ásamt fasteignamati allra annarra fasteigna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.

5. gr.

Þar til endanlegur útreikningur framlaga liggur fyrir, sbr. 4. gr., skal Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiða viðkomandi sveitarfélagi framlag fyrirfram sem nemur 60% af framlagi næstliðins árs. Greiðslan skal innt af hendi með fimm jöfnum greiðslum fyrsta virka dag mánaðanna febrúar til júní ár hvert.

Þegar útreikningur framlaga liggur fyrir, sbr. 4. gr., skal Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiða sveitarfélögum endanlegt framlag ársins að frádreginni fyrirframgreiðslu, sbr. 1. mgr. og skal sá mismunur greiddur í jöfnum greiðslum fyrsta virka dag mánuðina júlí til september ár hvert.

6. gr.

Árlega skulu sveitarfélög senda Jöfnunarsjóði sveitarfélaga upplýsingar um breytingar sem þau gera á skrá Fasteignamats ríkisins um metnar fasteignir í sveitarfélaginu og upplýsingar um áhrif framkvæmdar við álagningu, sbr. 4. gr.

Hafi upplýsingar, sbr. 1. mgr., ekki borist Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir 15. maí ár hvert er Jöfnunarsjóðnum heimilt að stöðva greiðslur framlaga samkvæmt reglugerð þessari til viðkomandi sveitarfélaga. Framlög viðkomandi sveitarfélaga skulu þá áætluð svo útreikningur heildarframlaga geti átt sér stað.

Hafi upplýsingar sveitarfélaga, sbr. 1. mgr., ekki borist Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir 15. ágúst skulu endanleg framlög viðkomandi sveitarfélaga nema 80% af áætlun, sbr. 2. mgr. Greiðsla framlaga til viðkomandi sveitarfélaga skal innt af hendi í september viðkomandi ár að teknu tilliti til fyrirframgreiðslu, sbr. 1. mgr. 5. gr.

7. gr.

Reglugerð þessi er sett á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal í janúar 2001 gera áætlun um útreiknað framlag hvers sveitarfélags árið 2001.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 5. gr. skal Jöfnunarsjóður sveitarfélaga á árinu 2001 greiða viðkomandi sveitarfélagi framlag fyrirfram sem nemur 60% af áætluðu framlagi, sbr. 1. mgr.

 Ákvæði til bráðabirgða.

FélagsmálaráðuneytinuÞrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 5. gr. skal Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiða til sveitarfélaga á árinu 2002 framlag fyrirfram sem nemur 60% af áætluðu framlagi, 30miðað við framlag á fjárlögum þess árs.

 Ákvæði til bráðabirgða.

 Þrátt fyrir ákvæði 11. gr. reglugerðar um fasteignaskatt, nr. 1160/2005, skal ekki taka tillit til nýrra lóða og nýrra mannvirkja sem skráð eru og metin í Landskrá fasteigna eftir 1. janúar 2001.2006 við útreikning framlaga samkvæmt reglugerð þessari fyrir árið 2006.

 Páll Pétursson. 

 Garðar Jónsson. 

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.