Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Stofnreglugerð

76/1979

Reglugerð um Hitaveitu Brautarholts í Skeiðahreppi

1. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um byggðasvæðið á landi Skeiðahrepps á Húsatóftaholti og í grennd, svo og utan þess eftir samningum við Hreppsnefnd Skeiðahrepps.

2. gr. Stjórn hitaveitu.

Hitaveita Brautarholts er eign Skeiðahrepps en skal rekin sem sjálfstætt fyrirtæki.

Hreppsnefnd hefur með höndum yfirstjórn og rekstur hitaveitunnar og ber ábyrgð á skuldbindingum hennar fyrir hönd hreppsins. Reikningsár veitunnar er almanaksárið og skulu reikningar endurskoðaðir á sama hátt og reikningar sveitarsjóðs og fylgja honum.

Hreppsnefnd kýs að loknum sveitarstjórnarkosningum tvo menn i hitaveitunefnd til fjögurra ára og tvo til vara. Notendur veitunnar tilnefna þriðja manninn. Nefndin skiptir með sér verkum.

Hitaveitunefnd hefur með höndum daglegan rekstur og framkvæmdir í samræmi við samþykktir hreppsnefndar. Hitaveitunefnd semur áætlun um tekjur og gjöld veitunnar og gerir áætlanir um framkvæmdir og viðhald og leggur fyrir hreppsnefnd til fullnaðar afgreiðslu.

3. gr. Einkaleyfi hitaveitu.

Hitaveita Brautarholts hefur einkaleyfi á dreifingu og sölu heits vatns á svæði því, sem hún nær yfir, sbr. 1. gr.

4. gr. Verkefni hitaveitu.

Það er verkefni hitaveitunnar að dreifa heitu vatni frá borholu, sem fyrir er, eftir því sem við verður komið, og láta það notendum í té gegn gjaldi, sem ákveðið skal f gjaldskrá.

5. gr. Veitukerfi og dælustöð.

Skeiðahreppur afhendir Hitaveitu Brautarholts dælustöð og hitaveitulagnir, sem gerðar hafa verið vegna Skeiðalaugar og Barnaskólans f Brautarholti Skeiðaskóla - eins og mannvirki þessi voru í árslok 1977, og skulu þau talin hæfilegt og eðlilegt stofngjald þessara aðila til hitaveitunnar. Aðrir notendur greiða stofngjöld samkvæmt gjaldskrá.

Hitaveitan tekur við hitalögnum og öðrum virkjunarframkvæmdum, sem gerðar hafa verið á árinu 1978, enda teljist þær til stofnkostnaðar, og endurgreiðir Skeiðahreppi þær samkvæmt reikningi.

Hitaveitunefnd lætur og leggja dreifikerfi veitunnar utanhúss og inn fyrir húsvegg, ennfremur stofnleiðslu inn fyrir rennslishemil, og telst dreifikerfi hitaveitunnar ná þangað og vera eign hennar.

Óheimilt er að tengja vatnsdælur við heimæð, nema leyfi hitaveitunefndar sé fyrir hendi.

6. gr. Viðhaldsskylda.

Hitaveitan hefur viðhaldsskyldu á dreifikerfi sínu. Notanda er óheimilt að torvelda á nokkurn hátt aðgang til eftirlits og viðhalds á dreifikerfinu og má m. a. ekki hylja lagnir innan húss.

7. gr. Tenging.

Hver sá, er húseign á við götu eða veg, þar sem dreifiæð hitaveitunnar liggur, hefur rétt á að láta tengja hitakerfi hússins við hitaveituæðina.

Nú eru sérstakir erfiðleikar á tengingu húss, eða tenging þykir af einhverjum ástæðum ekki ráðleg, og getur þá hitaveitunefnd ákveðið, að húsið sé eklci tengt við dreifikerfið.

8. gr. Varmanotkun.

Sú hitaorka, sem hitaveitan lætur í té, er ætluð til upphitunar húsa og almennra heimilisnota og til sundlaugar. Nú kemur fram ósk um að nota heita vatnið til annarra þarfa en að framan greinir og þarf þá til þess heimild hitaveitunefndar.

9. gr. Varmaafl.

Hitaveitunefnd ákveður hámark varmaafls til notenda. Henni er heimilt að minnka það eða loka fyrir um stundarsakir, telji hún nauðsynlegt vegna viðgerða, tenginga eða af öðrum ástæðum.

10. gr. Ábyrgð hitaveitu.

Hitaveitan ber ekki fjárhagslega ábyrgð á tjóni, er leiða kann af rekstrartruflunum er verða vegna frosta, rafmagnsbilana eða annarra óviðráðanlegra atvika. Sama gildir, ef rennsli um æð e,r stöðvað um stundarsakir vegna viðgerðar og annars slíks. Hitaveitan er ekki heldur bótaskyld vegna tjóns á mönnum eða eignum frá hitalögnum innan húss.

11. gr. Umsóknir.

Áður en hafist er handa um lagningu nýrra kerfa, eða breytinga á eldri kerfum,skal húseigandi með minnst 7 daga fyrirvara senda hitaveitunefnd umsókn um aðild að hitaveitunni.

Umsókn eiga að fylgja uppdrættir af hitalögnum hússins.

12. gr. Viðurlög.

Brot á reglugerð þessari varðar sektum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt lögum.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af Hreppsnefnd Skeiðahrepps staðfestist hér með samkvæmt orkulögum nr. 58, 29. apríl 19ó7 til þess að taka gildi þegar í stað, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Iðnaðarráðuneytið, 7. febrúar 1979.

F. h. r.

Páll Flygenring.

Gísli Einarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.