Fara beint í efnið

Prentað þann 25. apríl 2024

Stofnreglugerð

71/1956

Hafnarreglugerð fyrir landshöfnina í Rifi á Snæfellsnesi.

I. KAFLI Takmörk hafnarinnar.

1. gr.

Höfnin takmarkast að norðan af beinni linu, sem dregin er úr Háarifi í austur. Að sunnan takmarkast hún af línu sem dregin er úr Kræklingasteini einnig beint í austur, og að sultan af beinni línu sem dregin er í hánorður hornrétt á hinar tvö. 1 km frá Kræklingasteini.

Hafnargarðar skipta höfninni í ytri og innri höfn.

II. KAFLI Stjórn hafnarinnar.

2. gr.

Í stjórn hafnarinnar eiga sæti 5 menn, skipaðir af ráðherra þeim, er fer með hafnamál, til fjögurra ára í senn, og tilnefnir hann einn þeirra til að vera formann nefndarinnar.

3. gr.

Hafnarstjórn ræður hafnarstjóra og setur honum erindisbréf. Hún ákveður einnig laun hans. Skal hann annast allar daglegar framkvæmdir og eftirlit, undir umsjón hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn ræður einnig aðra fasta starfsmenn hafnarinnar, eftir því sem þurfa þykir.

III. KAFLI Um almenna reglu

4. gr.

Hafnarstjóri sér um, aðgætt sé reglu á höfninni og á landi hennar. Er öllum skylt að hlýða þar boði hans og banni eða þess eða þeirra, er hann setur til að gæta reglu.

Starfsmenn hafnarinnar skulu hafa einkennishúfu þegar þeir eru að starfi við höfnina, Þyki einhverjum sér óréttur ger af starfsmönnum hafnarinnar, getur hann kært fyrir hafnarstjóra, en skipun starfsmannsins ber að hlýða þegar í stað.

Starfsmenn hafnarinnar skulu gæta allrar kurteisi í starfi sínu.

5. gr.

Þeim sem ekkert lögmætt erindi eiga, er bannað að dvelja á landi hafnarinnar, ef þeir ,með, því tálma fermingu eða affermingu skipa eða hindra önnur störf, sem þar fara fram..

6. gr.

Öll veiði með skotum er stranglega bönnuð á höfninni. Bannað er að hleypa af skoti á innri höfninni eða á landi hennar.

7. gr.

Skylt er að gæta allrar varúðar í meðferð elds og ljósa í skipum á höfninni. í skipum, sem flytja eldfim efni, má ekki kveikja eld eða ljós, nema í eldavél skipsins og á lögboðnum ljóskerum. Tóbaksreykingar eru bannaðar í skipinu og á því svæði, sem unnið er að fermingu þess eða affermingu.

Álíti hafnarstjóri, að hætta geti stafað af fermingu eða affermingu eldfimrar vöru, er honum heimilt að stöðva verkið unz gerðar hafa verið nauðsynlegar varúðarráðstafanir.

Bannað er að sjóða tjöru, bik, fernisolíu eða annað slíkt, sem eldhætta getur stafað af í höfninni, svo og á landi hafnarinnar, nema með leyfi hafnarstjóra.

8. gr.

Á landi hafnarinnar má ekki smiða ný skip né þétta eldri skip eða gera við þau á annan hátt, nema með leyfi hafnarstjóra og með skilmálum, sem hann setur. Bannað er að leggja skip í hafnarfjöruna eða láta skip standa við .bryggjurnar um fjöru, nema með leyfi hafnarstjóra eða þess, sem hafnarvörzlu hefur.

9. gr.

Ekki má kasta seglfestu, ösku, kolum, fiskúrgangi, köðlum, vírum, fiskilóðum eða neinu í bátakvíar eða við hafnarmannvirkin yfirleitt. Skal það flutt þangað, sem hafnarstjóri vísar til.

10. gr.

Hafnarstjóri getur bannað, að akkeri (patentakkeri) séu höfð í festarauga í bátakvíunum, ef ástæða þykir til.

IV. KAFLI Um legu skips og umferð þeirra í höfninni.

11. gr.

Fiskiskip og önnur skip, sem ferma ekki né afferma, mega aldrei leggjast svo á höfnina, að tálmi fermingu og affermingu skipa, og skulu þau ætíð skyld að hlýða boðum hafnarstjóra eða starfsmanna hafnarinnar, um hver þau megi leggjast eða liggja.

Aldrei mega skip, sem liggja fyrir festum, liggja svo nærri bryggjum, að ekki sé nægilegt rúm fyrir önnur skip að komast að og frá. Skipi eða bát má ekki leggja svo, að það hindri eða tefji umferð um höfnina.

Nú tregðast hlutaðeigandi við að hlýða boðum hafnarstjóra eða starfsmanna hafnarinnar, um að flytja eigi skip sitt, bát eða strengi á höfninni, og getur þá hafnarstjóri látið gera það á kostnað og ábyrgð hlutaðeiganda.

12. gr.

Í hverju skipi, að undanskildum skipum, sem hafa leyfi hafnarstjóra til að liggja mannlaus í lægi hafnarinnar, skal jafnan vera einn maður að minnsta kosti, er tekið getur á móti skipunum starfsmanna hafnarinnar og framkvæmt þær hvort heldur á að færa skipið eða gera eitthvað annað, samkvæmt reglugerð þessari.

13. gr.

Ekki má festa skip við bólvirki eða bryggju, nema við festarhringana eða festarstólpana. Festum skal þannig fyrir komið; að þær hindri sem minnst u~ferð á bryggjunni eða bólvirkinu. Þyki þess ekki nægilega gætt, má krefjast, að bætt sé úr því tafarlaust.

Skylt er að hafa tryggar hlífar milli skips og bólvirkis eða bryggju, ef krafizt er.

14. gr.

Ekki má nota vél skipsins með svo miklu afli, að öðrum skipum eða hafnarmannvirkjum stafi hætta af. Eins skal þess gætt, að hafa ekki skrúfu skipsins í gangi eftir að búið er að binda skipið, þannig að straumur frá skrúfunni geti valdið truflun á umferð um höfnina.

Ekki má hleypa vatni á bryggjur eða bólvirki að óþörfu.

15. gr.

Ef skip sekkur eða lendir á grynningu, þar sem að áliti hafnarstjóra tálmar greiðri notkun hafnarinar, skal umráðandi þess færa það burt svo fljótt sem auðið er. Verði dráttur á því má hafnarstjóri láta færa skipið Burt á kostnað eiganda og er honum ef nauðsyn krefur, heimilt að láta selja skipið til lúkningar kostnaðinum.

Hrökkvi andvirði hins selda skips, ekki fyrir kostnaðinum er eigandi þess ábyrgur fyrir eftirstöðvunum.

16. gr.

Ekki má leggja net, önnur veiðarfæri eða legufæri þannig, aðhindrað geti umferð til og frá hafnarmannvirkjunum. Þyki nauðsynlegt, má hafnarstjóri láta taka burtu veiðarfæri og legufæri á kostnað og ábyrgð eiganda.

V. KAFLI Um fermingu og affermingu skipa.

17. gr.

Venjulega skulu skip fá bryggjurúm í þeirri röð, sem þau koma í höfnina. Þegar ákveðið hefur verið hvar skip skuli ferma eða afferma, og skipinu hefur verið lagt að bryggju eða bólvirki, skal.verkið hafið tafarlaust sé það ekki utan venjulegs vinnutíma. Verkinu skal haldið áfram alla virka daga ef veður leyfir, þar til því er lokið.

Ef hlé verður á fermingu eða affermingu að nauðsynjalausu, eða sé verkinu ekki lokið innan hæfilegs tíma, ber skipinu að víkja fyrir öðrum skipum, ef hafnarstjóri krefst þess.

Hafnarstjóri getur vísað skipum frá bryggju eða bólvirki, álíti hann það nauðsynlegt veðurs vegna.

18. gr.

Ef nauðsyn ber til, að skipum, sem ferma eða afferma við bryggjur eða bólvirki sé lagt samsíða, er heimilt að flytja farm þeirra skipa, sem utan liggja, yfir þilför hinna á bjálkabrúm. svo er og skipshöfn og farþegum þeirra skip, sem utar liggja; heimil nauðsynleg umferð um þilför þeirra skipa, sem nær liggja.

19. gr.

Við uppskipun og útskipun á kjölfestu, sandi og öðru slíki, er skylt að hafa nægilega sterka hlífidúka milli skips og bólvirkis, bryggjunnar eða bátanna, svo að ekkert falli utanborðs. Sé þess ekki gætt, getur hafnarstjóri stöðvað verkið, unz hætt hefur verið úr því, sem áfátt er.

20. gr.

Fiskibátar skulu að jafnaði fá afgreiðslurúm í þeirri röð, sem þeir koma inn í inn;i höfnina.

Þegar fiskibátur hefur fengið bryggjurúm til affermingar, skal afgreiðsla hefjast tafarlaust. Skulu þá bæði skipstjóri og landformaður gæta þess, að uppskipunin gangi svo vel, sem frekast er unnt. Skylt er að hafa svo marga bíla eða tæki við uppskipunina, að hún, að dómi hafnarstjóra, teljist ganga greiðlega. Að jafnaði skal haga því svo, að lóðarstampar séu komnir á skip, jafnhliða því sem uppskipun er lokið, eftir því sem frekast er unnt.

Sé framangreindum ákvæðum ekki hlýtt, ber hlutaðeiganda að víkja fyrir öðrum bátum.

Jafnskjótt og afgreiðslu er lokið, skal viðkomandi bátur víkja úr afgreiðslurúmi, bíði annar bátur afgreiðslu.

21. gr.

Þegar lokið er fermingu eða affermingu, skal afgreiðslumaður eða skipstjóri, ef þörf gerist, láta ræsta bryggju þá eða bólvirki, sem notað hefur verið. Farist það fyrir, skal hafnarstjóri sjá um, að það sé gert, en afgreiðslumaður eða skipstjóri greiðir allan kostnað, sem af því leiðir.

Vöruleifum, umbúðum og öðru rusli má ekki kasta í sjóinn, heldur skal það flutt burt á stað, sem hafnarstjóri ákveður.

22. gr.

Þeir munir eða vörur, sem affermdar eru eða látnar i skip, mega ekki liggja á bryggju eða bólvirki og eigi annars staðar á landi hafnarinnar en á þeim stöðum, sem ætlaðir eru til geymslu, nema með sérstöku leyfi hafnarstjóra. Skal flytja burt vörur og muni jafnskjótt og hann krefst þess.

VI. KAFLI

Um fermingu og affermingu eldfimrar vöru.

23. gr.

Skip sem flytja flugvélabenzín, bílabenzín, steinolíu, carbid eða önnur efni, sem eldhætta eða sprengihætta stafar af, mega ekki hefja afgreiðslu nema gætt sé þeirra varúðarráðstafana, sem settar eru, eða settar verða, af hafnarstjórn í samráði við brunavarnaeftirlit ríkisins.

Hafnarstjóri skal gæta þess að stranglega sé fylgt settum reglum um þessi efni.

Skotbaðmull, nitroglycerin, dynamit og óðrum þess háttar sprengiefnum má ekki skipa upp nema með sérstöku leyfi hafnaratjóra, og ákveður hann þá,í samráði við brunavarnaeftirlit ríkisins, hvernig það skuli Bert hverju sinni.

24. gr.

Álíti hafnarstjóri, að hætta geti stafað af fermingu áða affermingu eldfimrar vöru, er honum heimilt að stöðva verkið, unz gerðar hafa verið nauðsynlegar varúðarráðstafanir.

25. gr.

Skip, sem hafa meðferðis þau eldfimu efni; sem getið er í 23. gr., skulu á meðan bjart er af degi hafa rautt flagg á framsiglu eða á stagi, en í myrkri rautt ljósker.

Kostnað vegna varðgæzlu og annan kostnað vegna gæzlu eða við varúðarráðstafanir greiðir skipið:

VII. KAFLI Ýmis ákvæði:

26. gr.

Sérhverjum skipstjóra, er siglir skipi sínu inn á hafnarsvæðið, ber að kynna sér ákvæði reglugerðar þessarar, sem liggur til sýnis á . hafnarskrifstofunni. Þar geta skipstjórar á skipum þeim, er til hafnarinnar koma, fengið hæfilega mörg eintök af reglugerðinni. Eintak af reglugerðinni á að vera í hverju skipi, meðan það liggur í höfninni. Hafnarstjóri sér um, að , jafnan sé til á hafnarskrifstofunni nægilegt upplag af reglugerðinni.

27. gr.

Um skaðabótskyldu fyrir skemmdir á höfninni, mannvirkum hennar eða áhöldum, fer eftir almennum reglum.

Ef samningum verður ekki við komið, um bætur fyrir skaða eða skemmdir á höfninni, mannvirkjum hennar eða áhöldum, skulu þær ákveðnar af þremur óvilhöllum, dómkvöddum mönnum.

Hvorum aðila fyrir sig er heimilt að krefjast yfirmats, en gera skal það áður en einn mánuður er liðinn frá því að matsgerð er lokið. Yfirmatið skal framkvæmt af fimm óvilhöllum, dómkvöddum mönnum. Kostnaðinn við yfirmatið greiðir sá. er þess hefur krafizt, ef matsupphæðinni verður ekki breytt meira en því, sem nemur 10% af hinni ákveðnu skaðabótaupphæð. Að öðrum kosti greiðir hinn aðilinn kostnaðinn.

28. gr.

Enginn sem bakað hefur sér refsingu eða skaðabótaskyldu fyrir brot á reglugerð þessari, má fara burt úr höfninni meðan mál hans er óútkljáð, nema hann setji tryggingu, er hafnarstjórn tekur gilda.

29. gr.

Hverja þá skipun, sem samkvæmt reglugerð þessari má gefa skipi, skal gefa stýrimanni, ef skipstjóri er ekki á skipi og eigi heldur umboðsmaður hans samkvæmt 12. gr.` Ef stýrimaður er fjarverandi, má gefa einhverjum öðrum af skipshöfninni skipunina, og er það jafngilt sem skipstjóri hefði fengið skipunina sjálfur.

30. gr.

Brot gegn reglugerð þessari varða settum allt að kr. 10000.00, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt lögum.

Sektarfé rennur í hafnarsjóð landshafnarinnar.

Með mál út af reglugerð þessari skal fara að hætti opinberra mála.

Reglugerð þessi er hér með sett samkvæmt lögum nr. 38 14. marz 1951, um landshöfn í Rifi á Snæfellsnesi, til þess að öðlast þegar gildi, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Samgöngumálaráðuneytið, 4. maí 1956.

Ólafur Thors.

Brynjólfur Ingólfsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.