Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 28. mars 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 31. des. 1980

64/1965

Reglugerð um holræsi og holræsagerð í Ólafsvík.

1. gr.

Hreppsnefnd hefur ein heimild til þess að legg,ja holræsi um Ólafsvíkurkauptún. Holræsagerð hreppsins er sjálfstætt fyrirtæki með sérstöku reikningshaldi.

2. gr.

Þar sem hreppsnefnd hefur látið leggja holræsi í götu, veg eða opið svæði, er hverjum húseiganda, sem lóð á þar að, skylt að leggja á Sinn kostnað ræsi frá húsinu, sem flytji skólp frá húsinu út í aðalræsi og halda því við.

Regnvatn af húsi og lóð skal einnig að svo miklu leyti sem unnt er, leitt í holræsið. Ef húseigandi vanrækir að leggja holræsi innan hæfilegs frests, sem hreppsnefnd tiltekur skal verkið unnið á hans kostnað.

Greiða skal tengigjald, kr. 40 000.- fyrir hús með einni íbúð, en auk þess kr. 15 000.- fyrir íbúð umfram eina, fyrir atvinnuhúsnæði kr. 80 000.-.

Gjöld þessi eru miðuð víð byggingarvísitölu 539 stig og breytast skv. henni.

3. gr.

Áður en húseigandi byrjar að legg,ja ræsi, skal hann skýra verkstjóra hreppsnefndar eða þeim, er hún felur umsjón með lagningu holræsa í kauptúninu, frá því og fá samþykki þar til.

Lega, halli, stærð og gerð pípna, brunnar, vatnslása og yfir höfuð alts þess, sem skolplögninni innan og utan húss tilheyrir, skal ákveðið í samráði við umsjónarmann. Hann skal og hafa umsjón með verkinu, og er húseiganda skylt að hlýða fyrirmælum hans í öllu því, sem að tilhögun og lagningu ræsanna lýtur.

Umsjónarmaður getur krafizt uppdráttar, sem sýni glögglega alla tilhögun lagnarinnar.

4. gr.

Hreppsnefnd löggildir menn, sem teljast skulu hæfir að leggja og ganga frá ræsum, óæði innan húss og utan. Þeir einir, sem hreppsnefnd löggildir til holræsalagningar, skulu hafa rétt til að leggja og ganga frá skolpræsum, sem standa i sambandi við holræsakerfi hreppsins.

5. gr.

Kostnað víð holræsagerð hreppsins greiðist af holræsagerðinni, til þess að standast útgjöld þau, sem stafa af lagningu holræsanna, ber hverjum þeim sem hús á, lóð áða lóðarréttindi víð götu, veg eða opin svæði, sem hreppurinn hefur lagt holræsi í, að greiða árlega til holræsagerðarinnar 0.1 % af fasteignamati húss og lóðar, þó aldrei minna en krónur 15 000.- af húsi eða hluta af húsi, sem talinn er sér í fasteignamati. enda sé skolplögn að viðkomandi húseign eða húshluta.

Lágmarksgjald er miðað víð byggingarvísitölu 539 stig og breytist skv. henni.

Reglugerð þessi, sem hreppsnefnd Ólafsvíkurhrepps hefur samið og samþykkt, staðfestist hér með samkvæmt vatnalögum nr. 15 20. júní 1923 til þess að öðlast gildi þegar í stað.

6. gr.

Heimilt er hreppsnefnd að yfirtaka núverandi holræsakerfi einstakra aðila samkvæmt samkomulagi við hlutaðeigendur eða samkvæmt mati, ef ágreiningur verður.

7. gr.

Húseigandi ber ábyrgð á greiðslu holræsagjalds. Gjaldið hefur lögtaksrétt og er tryggt með lögveðsrétti í lóð og mannvirkjum lóðareiganda á henni næstu 2 ár eftir gjalddaga, með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði. Árlegur gjalddagi holræsagjalda er 1. júní ár hvert.

8. gr.

Brot gegn reglugerð þessari varðar sektum allt að 1000.00 krónum, sem rennur í ríkissjóð. Mál út af brotum gegn reglugerð þessar skal fara með sem opinber mál.

Reglugerð þessi, sem hreppsnefnd Ólafsvíkurhrepps hefur samið og samþykkt samkvæmt lögum nr. 15 20. júní 1923, staðfestist hér með til að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.