Þínar upplýsingar, þín réttindi
Hlutverk Persónuverndar er að gæta hagsmuna almennings þannig að mannréttindi séu ekki brotin við meðferð persónuupplýsinga. Persónuvernd sinnir eftirliti með vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.
Þú átt rétt á að fá að vita ef verið er að vinna með persónuupplýsingar um þig.
Fréttir og tilkynningar
Meta byrjar að þjálfa gervigreind með persónulegum gögnum Evrópubúa – notendur þurfa að bregðast skjótt við ef þeir vilja andmæla vinnslunni
Í lok maí 2025 mun Meta hefja þjálfun gervigreindar með því að nýta færslur, myndir og athugasemdir frá notendum Facebook og Instagram í Evrópu. Þetta nær til alls efnis sem hefur verið gert opinbert á þessum miðlum – bæði nýs efnis og þess sem þegar hefur verið birt. Notendur sem vilja koma í veg fyrir að þeirra gögn séu notuð þurfa að bregðast við sem allra fyrst.
Birting upplýsinga um einstaklinga sem koma fram fyrir hönd lögaðila teljist vinnsla persónuupplýsinga
Dómstóll Evrópusambandsins (CJEU) hefur kveðið upp mikilvægan úrskurð um persónuvernd í málinu L.H. gegn heilbrigðisráðuneyti Tékklands. Þar staðfestir dómstóllinn að birting nafna, undirskrifta og samskiptaupplýsinga einstaklinga sem koma fram fyrir hönd lögaðila telst vinnsla persónuupplýsinga samkvæmt persónuverndarreglugerðinni.