Fara beint í efnið

Rauðmagaveiðileyfi krókabáta

Umsókn um veiðileyfi - einyrkjar & prókúruhafar

Krókaaflamarksbátar mega ekki stunda veiðar með rauðmaganetum nema með leyfi Fiskistofu. 

Á hverju ári er gefin út reglugerð um hrognkelsaveiðar og getur verið munur á reglugerðum milli ára. 

Reglur: 

  • Veiðar með rauðmaganetum eru óheimilar frá 16.júní til 31. desember. 

  • Rauðmaganet skulu vera með möskva á bilinu 7 þumlunga (178 mm) til 8 þumlunga(203 mm) og net 20 möskva eða grynnri.

  • Merkja á hvern blýtein og flottein með skipaskrárnúmeri

  • Netabaujur skulu merktar með flaggi  þar sem koma frá umdæmisnúmer eða skipaskrárnúmer þess skips sem notar það. 

  • Númera á trossurnar frá einum til þess fjölda trossa sem hver bátur á í sjó. 

  • Númer netatrossu skal vera á baujuflaggi. 

  • Tapist veiðarfæri skal tilkynna strax til Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu.

Greitt er með greiðslukorti í umsóknarferli og kostar leyfið 22.000 krónur



Umsókn um veiðileyfi - einyrkjar & prókúruhafar

Þjónustuaðili

Fiski­stofa