Fara beint í efnið

Ráðningarstyrkur

Skrá starf og sækja um ráðningarstyrk

Með ráðningarstyrk geta atvinnurekendur fjölgað tækifærum á vinnumarkaði fyrir atvinnuleitendur á skrá hjá Vinnumálastofnun.

Upphæð styrks

390.084 krónur á mánuði er sú upphæð sem atvinnurekandi getur fengið greiddar með nýjum starfskrafti. Það samsvarar upphæð 100% grunnatvinnuleysisbóta auk 11,5% mótframlags í lífeyrissjóð í allt að 6 mánuði.

Fyrir atvinnuleitendur

Samningur um nýsköpunarstyrk og greiðslur vegna hans falla úr gildi ef viðkomandi atvinnuleitandi hættir störfum hjá atvinnurekanda af einhverjum orsökum á gildistíma samningsins.

Tímabil ráðningarstyrks hjá atvinnuleitanda telst ekki til ávinnslutímabils atvinnuleysisbóta.

Atvinnuleitandi er afskráður af atvinnuleysisskrá á meðan á ráðningartímabili stendur.

Lesa meira

Grein 9 í reglugerð um þátttöku atvinnuleitanda sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins.

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á netfangið vinnumidlun@vmst.is

Skrá starf og sækja um ráðningarstyrk

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun