Með ráðningarstyrk geta atvinnurekendur fjölgað tækifærum á vinnumarkaði fyrir atvinnuleitendur á skrá hjá Vinnumálastofnun.
Upphæð styrks
390.084 krónur á mánuði er sú upphæð sem atvinnurekandi getur fengið greiddar með nýjum starfskrafti. Það samsvarar upphæð 100% grunnatvinnuleysisbóta auk 11,5% mótframlags í lífeyrissjóð í allt að 6 mánuði.
Atvinnurekandi þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði:
Sækja þarf um ráðningarstyrk og skrá starf áður en starfsmaður hefur störf.
Ráðningarstyrkur þarf að fela í sér aukningu á starfsmannafjölda hlutaðeigandi fyrirtækis, stofnunar eða félagasamtaka, starfsmaður er ráðinn sem launamaður.
Að minnsta kosti einn starfsmaður verður að vera á launaskrá í hlutaðeigandi fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum áður en sótt er um ráðningarstyrk.
Hlutaðeigandi fyrirtæki, stofnun eða félagasamtök má ekki hafa sagt upp starfsfólki síðustu sex mánuði sem gegnt hefur sama starfi og fyrirhugað er að ráða í.
Viðkomandi atvinnuleitandi má ekki hafa sinnt sama starfi hjá hlutaðeigandi fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum á síðastliðnum 12 mánuðum.
Fyrirtæki, stofnun eða félagasamtök sé í skilum hvað varðar launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald.
Atvinnuleitandi þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði:
Atvinnurekandi sækir um ráðningarstyrk og skráir starf á Mínum síðum atvinnurekenda.
Sækja þarf um ráðningarstyrk og skrá starf áður en starfsmaður hefur störf.
Skila þarf inn afriti af undirrituðum ráðningarsamningi milli atvinnurekanda og starfsmanns sem uppfyllir ákvæði viðeigandi kjarasamninga.
Hámarkslengd samnings er 6 mánuðir.
Almennt er gert ráð fyrir 100% starfshlutfalli þegar um ráðningarstyrk er að ræða.
Samningur um ráðningarstyrk og greiðslur vegna hans falla úr gildi ef viðkomandi atvinnuleitandi hættir störfum hjá atvinnurekanda af einhverjum orsökum á gildistíma samningsins.
Tímabil ráðningarstyrks hjá atvinnuleitanda telst ekki til ávinnslutímabils atvinnuleysisbóta.
Atvinnuleitandi er afskráður af atvinnuleysisskrá á meðan á ráðningartímabili stendur.
Upphæð greiðslna til fyrirtækis tekur mið af því hvað atvinnuleitandi hefur verið lengi á skrá:
Ef atvinnuleitandi hefur verið í 3 – 6 mánuði á skrá fær atvinnurekandi 50% grunnatvinnuleysisbóta ásamt 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í styrk.
Ef atvinnuleitandi hefur verið 6 mánuði eða lengur á skrá fær atvinnurekandi 100% grunnatvinnuleysisbóta ásamt 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í styrk.
Dæmi:
Atvinnuleitandi sem hefur verið 4 mánuði á skrá:
Upphæð mánaðarlegs fjárstyrks er 195.042 krónur miðað við 100% starf.
Atvinnuleitandi sem hefur verið 7 mánuði á skrá:
Upphæð mánaðarlegs fjárstyrks er 390.084 krónur miðað við 100% starf.
Þegar atvinnuleysi á landsvísu eða á einstöku landsvæði fer yfir 6% breytast viðmið um greiðslur vegna ráðningastyrkja.
Ef atvinnuleitandi hefur verið 1 mánuð eða lengur á atvinnuleysisskrá fær atvinnurekandi 100% grunnatvinnleysisbóta ásamt 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð í styrk.
Atvinnurekandi sækir um greiðslu styrks inni á Mínum síðum atvinnurekanda. Skilyrði fyrir greiðslu frá VMST er að búið sé að greiða laun og standa skil á launatengdum gjöldum til Skattsins. Með hverri umsókn þarf að fylgja launaseðill fyrir viðkomandi mánuð sem sótt er um.
Fyrir atvinnuleitendur
Samningur um nýsköpunarstyrk og greiðslur vegna hans falla úr gildi ef viðkomandi atvinnuleitandi hættir störfum hjá atvinnurekanda af einhverjum orsökum á gildistíma samningsins.
Tímabil ráðningarstyrks hjá atvinnuleitanda telst ekki til ávinnslutímabils atvinnuleysisbóta.
Atvinnuleitandi er afskráður af atvinnuleysisskrá á meðan á ráðningartímabili stendur.
Lesa meira
Grein 9 í reglugerð um þátttöku atvinnuleitanda sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á netfangið vinnumidlun@vmst.is