Fara beint í efnið

Óvígð sambúð, réttindi sambúðarfólks

Með óvígðri sambúð er átt við sambúð fólks aðra en hjónaband. Engin heildarlög gilda um óvígða sambúð og það fer eftir aðstæðum og málaflokkum hver réttindi sambúðarfólks eru.

Skráning sambúðar

Fólk í óvígðri sambúð getur skráð sambúð sína í þjóðskrá. 

Það getur skipt máli fyrir réttindi fólks hvort sambúðin er skráð eða ekki. Þegar sambúð er skráð öðlast fólk á ýmsan hátt skýrari stöðu gagnvart lögum en þeir sem ekki hafa skráð sambúð sína, en njóta þó ekki sömu réttinda og gift fólk.

Réttindi í sambúð

Fólk í sambúð er ekki framfærsluskylt gagnvart maka og á ekki rétt á arfi eftir maka nema það sé tilgreint í erfðaskrá.

Félagsleg réttindi sambúðarfólks eru oft háð því að það eigi barn saman, sambúð hafi staðið yfir í vissan tíma og sé skráð í þjóðskrá. Á vissum sviðum gilda þó sjálfkrafa sömu reglur um sambúðarfólk og gift fólk. Með félagslegum réttindum er meðal annars átt við:

  • almannatryggingar,

  • vinnumarkaðsrétt,

  • skattamál og

  • félagsþjónustu sveitarfélaga.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili

Þjóð­skrá