Fara beint í efnið

Ótímabundinn dvalarréttur aðstandenda EES/EFTA-borgara

Ótímabundinn dvalarréttur fyrir aðstandendur EES/EFTA-borgara

Nánasti aðstandandi EES/EFTA-borgara öðlast rétt til ótímabundinnar dvalar á Íslandi eftir fimm ára samfellda löglega dvöl með dvalarskírteini sem aðstandandi EES/EFTA-borgara.

Samfelld dvöl

Eftirfarandi telst ekki rof á samfelldri dvöl:

  • dvöl erlendis í skemmri tíma en samtals sex mánuði á ári,

  • dvöl erlendis vegna herþjónustu eða

  • dvöl í eitt skipti að hámarki í eitt ár af ríkum ástæðum, svo sem vegna meðgöngu, fæðingar, alvarlegra veikinda, náms eða starfsnáms eða starfa sem viðkomandi er sendur til í öðru landi.

Réttur til ótímabundinnar dvalar fellur niður dveljist viðkomandi utan landsins lengur en í tvö ár samfellt.

Undantekningar frá fimm ára reglunni

Í undantekningar tilvikum getur aðstandandi EES/EFTA-borgara öðlast rétt til ótímabundinnar dvalar eftir skemmri tíma en fimm ár.

Það getur átt við ef EES/EFTA-borgarinn, sem hann leiðir rétt sinn af, hefur sjálfur öðlast rétt til ótímabundinnar dvalar eftir skemmri en fimm ára búsetu, sbr. 3. málsgrein 87. greinar laga um útlendinga, eða við andlát EES/EFTA-borgarans, sbr. 6. málsgrein 87. greinar laga um útlendinga.

Kostnaður

Fyrir skráningu á rétti til ótímabundinnar dvalar þarf að greiða 4.800 kr.

Fylgigögn

Til skráningar á rétti til ótímabundinnar dvalar þarf að leggja fram umsókn um dvalarskírteini og ljósrit af síðum vegabréfs með persónuupplýsingum og undirskrift.

Ótímabundinn dvalarréttur fyrir aðstandendur EES/EFTA-borgara

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun