Fara beint í efnið

Öryggisáætlun sjófarenda

Samgöngustofa annast framkvæmd áætlunar um öryggi sjófarenda og siglingaráð hefur eftirlit með framgangi hennar og stuðlar að samstarfi þeirra aðila sem að málinu þurfa að koma.

Áætlunin skiptist í fjóra verkefnisflokka:

  • Menntun og þjálfun sjómanna

  • Fræðsluefni og miðlun upplýsinga

  • Öryggisstjórnun

  • Rannsóknir og þróunarverkefni

Áhersla er lögð á að vinna úr niðurstöðum rannsókna á sjóslysum í þeim tilgangi að sá lærdómur sem má af þeim draga skili sér inn í öryggisreglur sjófarenda. Einnig er unnið að umhverfisverkefnum sem lögð er áhersla á og skilgreind eru í samgönguáætlun hverju sinni.

Hér má finna áætlun um öryggi sjófarenda

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa