Fara beint í efnið

Öryggi í flugi og bannlisti flugrekanda

Bannlisti Evrópusambandsins

Evrópsk flugmálayfirvöld gera úttektir á öryggi flugs frá þriðja ríki með óreglulegum skoðunum og færa niðurstöðurnar inn í Samevrópskan gagnagrunn. Flugmálayfirvöld aðildarríkjanna tilkynna einnig um flugrekendur sem ekki eru taldir uppfylla settar flugöryggiskröfur, til Evrópusambandsins. Þau atriði sem helst er litið til eru:

  • Ófullnægjandi viðhald flugvéla.

  • Flugrekandi hefur ekki burði í að gera þær umbætur sem þörf er á.

  • Flugmálayfirvöld ríkis þar sem flugrekandi er skráður, hafa ekki næga burði til að takast á við það ástand sem skapast hefur.

Við reglubundnar hlaðskoðanir hjá ríkjum í Evrópu kom í ljós að tiltekin ríki og tilteknir flugrekendur voru með óvenjumikil frávik í úttektum og ákvað því framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Evrópuþingið að setja saman (pdf) yfir þá flugrekendur og einstök ríki sem ekki fullnægja alþjóðlegum öryggiskröfum og væri því bannað væri flug innan Evrópska efnahagssvæðisins

Ef flugrekandi óskar eftir því að vera tekinn af listanum, kemur hann sér í samband við einstök flugmálayfirvöld eða framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Sérfræðingar Evrópusambandsins munu þá fara ítarlega í stöðu öryggismála hjá flugrekandanum áður en ákvörðun er tekin um hvort flugrekandinn skuli fjarlægður af listanum.

Lög og reglur
  • Reglugerð nr. 474/2006 frá árinu 2006

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa