Fara beint í efnið

Nýskráning og innflutningur skemmtibáta

Innflutningur skemmtibáta smíðaðir eftir 1998

  • Skemmtibátar smíðaðir eftir 16.júní 1998 skulu vera CE-merktir

Ferli

  1. Innflutningur - Senda þarf ESB - samræmisyfirlýsingu og tollskýrslu til Samgöngustofu til samþykktar til að hægt sé að leysa bát úr tolli.

  2. Upphafsskoðun - fyrir báta yfir 6 metrum

  3. Skráning á skipaskrá - fyrir báta yfir 6 metrum

  4. Útgáfa haffærisskírteinis - fyrir báta yfir 6 metrum

Bátar smíðaðir fyrir 16.júní 1998

Til að láta samþykkja skemmtibáta smíðaða fyrir 16. júní 1998 þarf að fylgja sama ferli og fyrir atvinnubáta undir 15 metrum mestu lengdar. Hægt er að nálgast upplýsingar um það ferli á síðunni nýskráning skipa og báta í atvinnurekstri.

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa

Tengd stofnun

Skatt­urinn