Fara beint í efnið

Niðurfelling á eftirstæðri kröfu

Ef þú ert með eftirstæða (veðlausa) kröfu eftir nauðungarsöluuppboð, greiðsluaðlögun eða sölu á yfirveðsettri eign getur þú sótt um niðurfellingu á kröfunni eftir 3 ár.

Umsókn um niðurfellingu á eftirstæðri kröfu

Sækja um

Með umsókn þarf að fylgja:

  • Skattaskýrslur síðustu 3 ár.

  • Síðasti álagningarseðill.

  • Greinargerð um af hverju þú ert að sækja um niðurfellingu.

Í kjölfar umsóknarinnar þarftu að fara í greiðslumat.

Ráðgjafi HMS metur umsóknina og hún fer fyrir lánanefnd HMS sem þarf að staðfesta niðurstöðuna. Þegar ákvörðun hefur verið tekin færðu tilkynningu með tölvupósti að ákvörðun liggi fyrir á Mínum síðum HMS.

Umsókn samþykkt

Ef umsóknin er samþykkt er krafan felld niður. Niðurfellingin getur verið háð skilyrðum eins og að þú þurfi að greiða vissa eingreiðslu eða ákveðna upphæð í 12 mánuði.

Umsókn synjað

Ef umsókn um niðurfellingu á eftirstæðri kröfu er synjað færðu tölvupóst og bréfpóst með ástæðum synjunar. Ef einhver gögn vantaði eða getur þú sótt um endurupptöku og veitt nýjar upplýsingar.

Ef þú ert ósammála niðurstöðunni getur þú kært hana til úrskurðarnefndar velferðarmála.