Fara beint í efnið

Um menntun og þjálfun sjómanna

Framhaldsskólar og fræðslustofnanir annast menntun og þjálfun áhafna skipa. Slysavarnaskóli sjómanna annast öryggisfræðslu sjómanna og staðfestir ráðherra sem fer með samgöngumál námskrá skólans.  Um inntökuskilyrði og nám til öflunar tiltekinna skírteina fer samkvæmt lögum um áhafnir skipa, lögum um framhaldsskóla og reglugerðum settum samkvæmt þeim. 

Samgöngustofa getur veitt fræðslustofnunum, sem hafa starfsleyfi yfirvalda menntamála og teljast ekki framhaldsskólar, heimild til að bjóða upp á smáskipanám að uppfylltum kröfum um aðstöðu, hæfni og námsmat. 

Samgöngustofa hefur eftirlit með að smáskipanám uppfylli kröfur námskrár og veitir umsögn um námskrár framhaldsskóla og fræðslustofnanna sem annast menntun og þjálfun áhafna skipa. 

Námskrár framhaldskóla og fræðslustofnana skulu uppfylla kröfur sem viðeigandi alþjóðasamþykktir.  

Endurmenntun 

Endurnýja þarf skírteini á fimm ára fresti og ber umsækjanda að uppfylla ákveðin skilyrði sem kveðið er á um í lögum um áhafnir skipa  nr. 82/2022 um heilsufar, siglingatíma síðastliðin 5 ár, endurmenntun o.fl. 

Laga og reglugerðarstoð 

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa