Fara beint í efnið

Mótorhjólapróf

Á þessari síðu

Mótorhjólanám skiptist í :

  • bóklegt nám í stað- eða fjarnámi

  • verklegt nám með ökukennara

Flokkar mótorhjólaréttinda

Flokkur

Aldur

Fjöldi bóklegra tíma

Fjöldi verklegra tíma

Lýsing

AM

15 ára

12 kennslustundir

Lágmark 8 kennslustundir

Létt bifhjól, skellinaðra eða vespa með slagrými að hámarki 50 sm3 og ekki hannað fyrir hraðari akstur en 45 km. Ýmist á tveimur eða þremur hjólum.

A1

17 ára

12 kennslustundir

Lágmark 5 kennslustundir

Bifhjól á tveimur hjólum með eða án hliðarvagns, með slagrými sem er ekki yfir 125 cc og afl sem er ekki yfir 11 kW, á þremur hjólum með afl sem er ekki yfir 15 kW, bifhjól í AM-flokki.

A2

19 ára

24 kennslustundir

Lágmark 11 kennslustundir

Bifhjól á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns, afl að hámarki 35kW, afl/þyngdarhlutfall að hámarki 0,2 kW/kg. Bifhjól sem hefur ekki verið breytt frá því að hafa áður meira en tvöfalt afl. Veitir einnig AM og A1 réttindi.



A

24 ára. Nema 21 árs ef A2 réttindi lokin.

24 kennslustundir

Lágmark 11 kennslustundir

Bifhjól á tveimur hjólum með eða án hliðarvagns. Bifhjól á þremur hjólum með afl meira en 15kW. Veitir einnig AM, A1 og A2 réttindi.



Bóklega tíma úr fyrra ökunámi er hægt að fá metna.

Ferli mótorhjólanáms

Kostnaður

Kostnaður fer eftir gjaldskrá ökuskóla. Einnig þarf að greiða próftökugjöld hjá Frumherja og kostnað vegna nýs ökuskírteinis hjá sýslumanni.