Fara beint í efnið

Fjölskylda og velferð

Mannanöfn

Barni á að gefa nafn áður en það nær sex mánaða aldri. Mannanafnaskrá hefur að geyma öll íslensk nöfn sem samþykkt hafa verið en sérstök lög gilda um nafngiftir.

Vantar hugmynd að nafni? Skoðaðu mannanafnaskrá

Barni má gefa nafn með eftirfarandi hætti:

  • við skírn í þjóðkirkjunni eða skráðu trúfélagi/lífsskoðunarfélagi.

  • með tilkynningu til Þjóðskrár Íslands þar sem annað foreldri fyllir út nafngjöf/skírn skráning og hitt staðfestir með nafngjöf/skírn staðfesting.

  • með tilkynningu um nafngjöf til prests eða forstöðumanns skráðs trúfélags/lífsskoðunarfélags.

Þeir einir geta gefið barni nafn sem fara með forsjá þess.

Ef gefa á barni nafn sem ekki er að finna á mannanafnaskrá verður að sækja um samþykki til mannanafnanefndar. Beiðni til mannanafnanefndar um samþykki fyrir nafni

Gjald þarf að greiða fyrir úrskurð um nýtt nafn sem ekki er á skrá.

Úrskurð mannanafnanefndar getur annað stjórnvald ekki endurskoðað.

Nafnareglur

Reglur um íslensk mannanöfn segja meðal annars að nöfn skuli:

  • taka eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í málinu,

  • falla að íslensku málkerfi og ritvenjum og

  • ekki valda þeim ama sem það ber.

Hver maður getur ekki borið fleiri en þrjú eiginnöfn.

Nafnbreytingar

Allar tilkynningar um nafnbreytingar og beiðnir um eiginlegar nafnbreytingar eru afgreiddar hjá Þjóðskrá Íslands. Sé umsókn um eiginlega nafnbreytingu samþykkt er leyfisbréf gefið út af dómsmálaráðherra.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili

Þjóð­skrá Íslands