Fara beint í efnið

Leyfisbréf kennara

Leyfisbréf kennara

Réttur til að kalla sig kennara og starfa sem slíkur hér á landi er skilgreindur í lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

Leyfisbréf, sem er staðfesting á réttindum til kennslu og til að bera starfsheitið kennari, eru aðgengileg með rafrænum skilríkjum á Mínum síðum.

Mennta- og barnamálaráðuneytið annast útgáfu leyfisbréfa til kennara og veitir nánari upplýsingar um þau. Nú er gefið út eitt leyfisbréf þvert á skólastig leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Sótt er um á eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki.

Leyfisbréf kennara