Fara beint í efnið

Leyfi til hænsnahalds

Hænsnahald er leyfilegt utan skipulagðra landbúnaðarsvæði en sækja þarf um leyfi heilbrigðisnefndar viðeigandi sveitarfélags.

Með umsókn skal fylgja:

  • skriflegt samþykki nágranna sem eiga aðliggjandi lóðir. Ef um fjöleignarhús er að ræða skal að auki liggja fyrir samþykki sameigenda. Sé umsækjandi leigjandi skal fylgja samþykki leigusala

  • afstöðumynd sem sýnir staðsetningu hænsnakofa og gerðis á lóð

Leyfi eru gefin út til 4 ára í senn.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur útbúið leiðbeiningar um förgun úrgangs og annað sem tengist hænsnahaldi í Reykjavík.

Umsókn um leyfi til hænsnahalds

Þjónustuaðili

Reykja­vík­ur­borg