Fara beint í efnið

Sækja um leyfi fyrir stærri brennu

Skráning brennu

Sækja þarf um leyfi til að halda brennur stærri en 100 m3. Ábyrgðaraðili brennu skal sjá til þess að farið sé eftir skilyrðum og lögum.

Ef verið er að halda brennu stærri en 100 rúmmetrar og flugeldasýningu samhliða og sami aðili er rekstrar- og ábyrgðaraðili fyrir hvoru tveggja skal sækja um skráningu á hvoru tveggja. Að auki þarf fyrir allar brennur yfir 1 rúmmetra að sækja um leyfi til að brenna bálköst hjá sýslumanni.

Sé þörf á frekari upplýsingum skal leita til heilbrigðiseftirlits á því svæði sem brennan skal fara fram.

Umsókn

Í umsókninni þarf að gera grein fyrir:

  • Ábyrgðaraðila 

  • Brennustjóra ef við á 

  • Stað, dagsetningu og tíma

  • Loftmynd af brennustæði þar sem fram kemur nálægð í næstu mannvirki og verndarsvæði ef við á 

  • Leyfisbréfi frá landeiganda ef við á

Skilyrði

  • Taka skal mið af veðurskilyrðum samkvæmt starfsskilyrðum.

  • Vakta skal brennu á meðan á söfnun á efni í hana stendur, á meðan brenna stendur yfir og þar til hún er kulnuð.

  • Brennubotn þarf að geta bundið og haldið mengun sem verður af starfseminni

  • Lágmaka skal notkun á olíu til uppkveikju eins og hægt er.

  • Hreinsa þarf svæðið sem brenna fór fram á fyrsta virka degi eftir brennu. Meðhöndla skal með brennuleifar sem spilliefni og skila á viðurkennda móttökustöð.

  • Sjá nánar í fylgiblaði

Kostnaður

Greiða þarf skráningargjald sem er mismunandi eftir sveitarfélögum. Heilbrigðiseftirlitið sér um innheimtu.

Skráning brennu

Þjónustuaðili

Umhverf­is­stofnun