Fara beint í efnið

Leiðarbréf

Umsókn um leiðarbréf - haffæri til einnar ferðar

Tilgangur leiðarbréfs

Samgöngustofa getur, þegar sérstök ástæða er til, veitt skipi staðsettu á Íslandi leiðarbréf til að sigla áður en það er skráð á skipaskrá. 

Gefa má út leiðarbréf til reynslusiglingar ef

  • Áður en upphafsskoðun fer fram

  • Að loknum breytingum en fyrir upphafsskoðun

Kröfur vegna leiðarbréfs

Áður en leiðarbréf er gefið út til reynslusiglingar skal eftirfarandi skoðunum lokið og niðurstaða færð í aðalskipaskrá:

  • Bolskoðun

  • Skoðun á skrúfu og stýri

  • Skoðun á vél og rafbúnaði

Þá skal að auki búið að skrá eftirfarandi atriði inn í skipaskrá:

  1. Gúmmíbátar

  2. Björgunarbúningar

  3. Flotvinnubúningar (skip < 12 m)

  4. Björgunarvesti

  5. Lyfjakista

  6. Fjarskiptaskírteini

  7. Slökkvitæki

  8. Merkingar

  9. Siglingaljós, prófa virkni

  10. Fangalína gúmmíbáts föst

  11. Bjarghringir

  12. Handblys (skip < 15 m)

  13. Flugeldar

  14. Akkeri, keðja og tóg

  15. Áhafnatrygging (skipi < 20 BT)

  16. Handdælur, prófa virkni

  17. Stöðugleiki

Umsókn um leiðarbréf - haffæri til einnar ferðar

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa