Fara beint í efnið

Lágmarksmönnun skipa

Á þessari síðu

Fiskiskip, varðskip og önnur skip

Lágmarksmönnun þessara skipa er ákveðin í 16 - 19. grein í lögum um áhafnir skipa og kemur fram í mönnunarreglu hvers skips í lögskráningarkerfi sjómanna. Lágmarksmönnunin tekur aðeins til skipstjórnar og vélstjórnarmanna en útgerð ákveður fjölda annarra í áhöfn.

Frávik frá lágmarksmönnun á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum

Samgöngustofa hefur samkvæmt 18. grein laga um áhafnir skipa heimild til að ákveða frávik frá ákvæðum laganna um lágmarksfjölda skipstjórnar- og vélstjórnarmanna á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum. Séu ástæður til vegna tæknibúnaðar, gerðar og/eða verkefnis skips, við ákvörðunina skal tekið fullt tillit til vinnuálags sem breytingin kann að hafa í för með sér. 

Öryggismönnun á farþega og flutningaskipum

Öryggismönnun þessara skipa er ákveðin af Samgöngustofu eftir tillögu útgerðar samkvæmt 15. grein laga um áhafnir skipa. Gefin eru út farþegaleyfi og öryggismönnunarskírteini til farþega og flutningaskipa sem ákveður heildarmönnun skipanna.

Fram kemur í lögum um áhafnir skipa að manna skuli sérhvert íslenskt farþegaskip, farþegabát og flutningaskip á öruggan hátt svo að unnt sé að sinna öllum þáttum sem tryggja öryggi áhafnar, farþega og skips. Við ákvörðun á öryggismönnun skal tekið fullt tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga samkvæmt STCW - alþjóðasamþykktinni og nauðsynlegs hvíldartíma skipverja í samræmi við  MLC- og STCW-alþjóðasamþykktirnar. 

Ítarefni


Laga og reglugerðastoð

  • Lögum um áhafnir skipa nr 82/2022

  • Reglugerð um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum nr. 944/2020.

  • Reglugerð um menntun, þjálfun og atvinnuréttindi farmanna nr. 676/2015








Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa