Kvörtun til Persónuverndar
Almennt
Einstaklingur getur sent inn ábendingu eða almenna fyrirspurn á vefsíðu Persónuverndar.
Persónuvernd ákveður hvort kvörtun sem berst gefur nægar ástæður til rannsóknar og getur úrskurðað um hvort brot hefur átt sér stað. Persónuvernd getur ákveðið að taka kvörtun til rannsóknar einungis að hluta til. Aðeins dómstólar úrskurða um skaðabætur vegna vinnslu persónuupplýsinga.
Hver getur kvartað?
Einstaklingur getur kvartað ef viðkomandi telur að brotið hafi verið gegn persónuverndarlöggjöf við vinnslu persónuupplýsinga sinna.
Foreldrar og forráðamenn geta kvartað fyrir hönd barna sinna.
Einstaklingur getur ekki kvartað yfir vinnslu persónuupplýsinga um aðra einstaklinga nema hafa frá þeim skriflegt, undirritað og vottað umboð (pdf).
Stofnanir, samtök eða félög geta lagt fram kvörtun án umboðs, að vissum skilyrðum uppfylltum.
Áður en kvörtun er send
Áður en kvörtunarferlið er hafið er gott að hafa tiltæk öll fylgiskjöl sem ætlunin er að senda inn með kvörtuninni.
Áður en kvörtunareyðublaðið er fyllt út þarf að hafa eftirfarandi í huga:
Kvörtun verður að beinast að tilgreindum aðila.
Kvörtunin verður að vera rökstudd.
Ekki er hægt að senda inn nafnlausar kvartanir – aðilinn sem kvartað er yfir mun fá afrit af kvörtuninni og öðrum málsgögnum.
Almennt er mælt með að haft sé samband við þann ábyrgðaraðila eða vinnsluaðila sem kvörtun á að beinast að og veita honum færi á að bregðast við umkvörtunarefninu, þegar við getur átt.
Afgreiðsla mála
Áætlaður málsmeðferðartími kvartana er innan 12 mánaða. Afgreiðslutími getur lengst ef mál eru flókin eða mikil að umfangi.
Nánar um afgreiðslutíma mála hjá Persónuvernd.
Kvörtun vísað frá
Ef sami ágreiningur er til meðferðar hjá dómstólum eða öðrum stjórnvöldum verður mál ekki afgreitt á sama tíma hjá Persónuvernd.
Málsmeðferðarreglur
Nánar er fjallað um málsmeðferð Persónuverndar í í II. kafla í málsmeðferðarreglum stofnunarinnar.