Fara beint í efnið

Kvörtun til persónuverndar

Kvörtun til Persónuverndar

Almennt

Ábendingar um hugsanleg brot eða almenna fyrirspurn er hægt að senda til Persónuverndar á postur@personuvernd.is.

Persónuvernd úrskurðar um kvartanir yfir vinnslu persónuupplýsinga. Aðeins dómstólar úrskurða um skaðabætur vegna vinnslu persónuupplýsinga.

Hver getur kvartað?

Einstaklingur getur kvartað ef viðkomandi telur að brotið hafi verið gegn persónuverndarlöggjöf við vinnslu persónuupplýsinga sinna.

Foreldrar og forráðamenn geta kvartað fyrir hönd barna sinna.

Einstaklingur getur ekki kvartað yfir vinnslu persónuupplýsinga um aðra einstaklinga nema hafa frá þeim skriflegt, undirritað og vottað umboð (pdf).

Stofnanir, samtök eða félög geta lagt fram kvörtun án umboðs, að vissum skilyrðum uppfylltum.

Áður en kvörtun er send

Áður en kvörtunarferlið er hafið er gott að hafa tiltæk öll fylgiskjöl sem ætlunin er að senda inn með kvörtuninni.

Áður en kvörtunareyðublaðið er fyllt út þarf að hafa eftirfarandi í huga:

  • Kvörtun verður að beinast að tilgreindum aðila.

  • Kvörtunin verður að vera rökstudd.

  • Ekki er hægt að senda inn nafnlausar kvartanir – aðilinn sem kvartað er yfir mun fá afrit af kvörtuninni og öðrum málsgögnum.

Afgreiðsla mála

Almennt má áætla að afgreiðsla mála geti tekið um 18 mánuði. Afgreiðslutími getur lengst ef mál eru flókin eða mikil að umfangi.

Nánar um afgreiðslutíma mála hjá Persónuvernd.

Kvörtun vísað frá

Ef sami ágreiningur er til meðferðar hjá dómstólum eða öðrum stjórnvöldum verður mál ekki afgreitt á sama tíma hjá Persónuvernd.

Málsmeðferðarreglur

Nánar er fjallað um málsmeðferð Persónuverndar í í II. kafla í málsmeðferðarreglum stofnunarinnar.

Málsmeðferðarreglur Persónuverndar

Kvörtun til Persónuverndar

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820