Fara beint í efnið

Kílómetragjald á rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla

Skrá stöðu á kílómetramæli á Mínum síðum

Afskráning og geymsla númeraplatna

Afskráning

Við afskráningu bifreiðar þarf að skrá stöðu á kílómetramæli um leið og afskráning er tilkynnt til Samgöngustofu.

Ef ekki er hægt að lesa af mæli, til dæmis vegna þess að bíllinn er týndur eða ónýtur er miðað við þær skráningar sem til eru. Ef engar skráningar eru til er miðað við áætlun ríkisskattsstjóra á meðalakstri.

Bifreiðar sem eru ekki á númerum

Ekki þarf að greiða kílómetragjald af bifreiðum þegar númeraplötum hefur verið skilað inn í geymslu til skráningaraðila.

Skilyrði fyrir undanþágunni er að staða á kílómetramæli sé skráð þegar númeraplötum er skilað inn til geymslu.

Skrá stöðu á kílómetramæli á Mínum síðum

Þjónustuaðili

Skatt­urinn