Með auðkennisappinu en það gerir notendum kleift að auðkenna sig á þægilegan og einfaldan máta. Sú auðkenning krefst ekki íslensks símkorts sem getur verið hentugt t.d. fyrir Íslendinga í útlöndum sem eru ekki lengur með íslenskt símkort.
Með umboðskerfi Innskráningarþjónustu Ísland.is geta einstaklingar skráð sig inn fyrir hönd fyrirtækja, opinbera aðila, barna og þeirra einstaklinga sem hafa gefið þeim umboð.
Umboð er annað hvort veitt af einstaklingi eða kemur til vegna tengsla fólks. Umboð sem eru til komin vegna tengsla eru sótt í grunnskrár þeirrar stofnunar sem ber ábyrgð á þeirri skráningu við innskráningu, til dæmis eru prókúrutengsl fyrirtækis sótt á öruggan hátt í fyrirtækjaskrá Skattsins.
Foreldrar eru sjálfkrafa með umboð fyrir börn sín til 18 ára aldurs.
Prókúruhafar fyrirtækja eru sjálfkrafa með umboð að gögnum fyrirtækis og geta veitt öðrum aðgang.
Þegar einstaklingur ætlar að skrá skrá sig inn fyrir hönd annarra byrjar hann á því að skrá sig inn með sínum eigin rafrænu skilríkjum og síðan eru umboð hans sótt í umboðskerfið. Einstaklingurinn er alltaf innskráður til þess að tryggja öryggi og rekjanleika.
Prókúruhafar fyrirtækja, félagasamtaka og stofnanna geta skráð sig inn á Mínar síður á Ísland.is ef þeir eru skráðir prókúruhafar viðkomandi rekstrar hjá Skattinum.
Þú skráir þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum á Mínar síður.
Þú skiptir um notanda með því að smella á nafnið þitt í efra hægra horni og velur að Skipta um notanda.
Þá birtast þeir aðilar og fyrirtæki sem þú hefur aðgang að.
Ef þú sérð ekki þína prókúruhafa-skráningu á Mínum síðum þarftu að hafa samband við Fyrirtækjaskrá hjá Skattinum.
Prókúruhafar geta veitt öðrum aðgang að Mínum síðum í gegnum Umboðskerfi Ísland.is, sjá nánar um umboð og aðgangsstýringarréttindi í kaflanum Veita öðrum umboð.
Opinberir aðilar þurfa að skrá prókúruhafa hjá Skattinum til þess að fá aðgang að Mínum síðum og Umboðskerfi Ísland.is. Þegar sú skráning er virk geta prókúruhafar séð gögn á Mínum síðum og veitt öðrum aðgang að þeim.
Þú skráir þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum á Mínar síður.
Þú skiptir um notanda með því að smella á nafnið þitt í efra hægra horni og velur að Skipta um notanda.
Þá birtast þeir aðilar og fyrirtæki sem þú hefur aðgang að.
Prókúruhafar geta veitt öðrum aðgang að Mínum síðum í gegnum Umboðskerfi Ísland.is, sjá nánar um umboð og aðgangsstýringarréttindi í kaflanum Veita öðrum umboð.
Forsjáraðilar geta skráð sig inn á Mínar síður fyrir hönd barna sinna óháð búsetu. Kerfið sækir upplýsingar um forsjártengsl til Þjóðskrár. Ef þú sérð ekki nafn barnsins, þar sem forsjártengsl eru til staðar, þarftu að hafa samband við Þjóðskrá.
Þú skráir þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum á Mínar síður.
Þú skiptir um notanda með því að smella á nafnið þitt í efra hægra horni og velur að Skipta um notanda.
Þá birtast þeir aðilar og fyrirtæki sem þú hefur aðgang að.
Lögráða einstaklingar sem vegna fötlunar sinnar eiga erfitt með að gæta hagsmuna sinna eiga rétt á að velja persónulegan talsmann sér til aðstoðar. Sýslumenn halda utanum samninga á milli einstaklinga og persónulegra talsmanna og sótt er um þá samninga hjá vef sýslumanna. Allir sem ekki geta séð um sig sjálfir geta sótt um að fá persónulegan talsmann.
Persónulegur talsmaður getur skráð sig inn á Mínar síður á Ísland.is fyrir hönd þeirra sem hann aðstoðar ef að samningurinn tilgreinir þau réttindi.
Þú skráir þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum á Mínar síður.
Þú skiptir um notanda með því að smella á nafnið þitt í efra hægra horni og velur að Skipta um notanda.
Þá birtast þeir aðilar og fyrirtæki sem þú hefur aðgang að.
Þú skráir þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum á Mínar síður.
Þú skiptir um notanda með því að smella á nafnið þitt í efra hægra horni og velur að Skipta um notanda.
Þá birtast þeir aðilar og fyrirtæki sem þú hefur aðgang að.
Veita öðrum umboð
Einstaklingar, lögaðilar og opinberir aðilar geta gefið öðrum einstaklingum umboð til þess að annast málefni í gegnum Umboðskerfi Ísland.is.
Umboð eru veitt rafrænt í gegnum Mínar síður á Ísland.is.
Einstaklingar geta gefið öðrum aðgang með umboði, í nokkrum einföldum skrefum.
Þú skráir þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum á Mínar síður.
Velur Aðgangsstýring.
Þar getur þú valið hverjum þú vilt veita aðgang, að hverju og í hversu langan tíma.
Einstaklingurinn sem fær umboðið getur í kjölfarið skráð sig inn fyrir hönd þess sem veitti umboðið.
Prókúruhafar fyrirtækja og stofnana geta veitt öðrum umboð með Umboðskerfi Ísland.is. Það er gert í nokkrum einföldum skrefum:
Þú skráir þig inn á Mínar síður sem fyrirtæki (eða skiptir yfir á fyrirtækið í hægra efra horni).
Velur Aðgangsstýring.
Þar getur þú valið hverjum þú vilt veita aðgang, að hvaða virkni eða gögnum og hversu lengi aðgangurinn á að vera virkur.
Veita öðrum aðgangsstýringarréttindi fyrir hönd prókúruhafa
Prókúruhafar geta gefið einstaklingum aðgangsstýringarréttindi, með þeim getur viðkomandi veitt öðrum aðgang að Mínum síðum fyrir hönd prókúruhafans. Það er gert með nokkrum einföldum skrefum:
Þú skráir þig inn á Mínar síður sem fyrirtæki (eða skiptir yfir á fyrirtækið í hægra efra horni)
Velur Aðgangsstýring
Velur þann aðila sem veita á aðgangsstýringarréttindi, hakar í Aðgangsstýring og merkir hvaða gögn sá aðili á að geta séð og gefið öðrum aðgang að.
Sá sem fær aðgangsstýringarréttindi getur í kjölfarið skráð sig inn fyrir hönd fyrirtækisins og veitt öðrum aðgang að ákveðnum gögnum þess.
Einstaklingar sem ekki eiga rafræn skilríki geta skráð umboðsmann til að sinna málum fyrir sína hönd. Sá sem fær umboðið getur í kjölfarið innskráð sig til að skoða gögn sem umboðið nær til.
Athugið að umboð þetta veitir allsherjarumboð að stafrænum þjónustum í gegnum Umboðskerfi Ísland.is. Það veitir ekki umboð að öðrum þjónustum eða kerfum.
Aðeins einstaklingar geta veitt umboð til annara einstaklinga á pappír, umsókn þessi er ekki ætluð fyrirtækjum.
Lætur tvo votta skrifa undir (ef vottar eru erlendir þarf að skila afriti af skilríkjum með eyðublaðinu).
Skannar eyðublaðið eða tekur mynd af því.
Lætur umboðsmann senda inn umboðsbeiðni rafrænt í umsókn hér að neðan.
Senda inn umboð á pappír
Einstaklingur sem hefur veitt öðrum aðgang að Mínum síðum, getur alltaf afturkallað umboðið með nokkrum einföldum skrefum.
Einstaklingar:
Þú skráir þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum á Mínar síður.
Velur Aðgangsstýring
Velur þann einstakling sem á að afturkalla umboðið hjá og eyðir umboði.
Einstaklingurinn sem áður hafði umboð mun ekki lengur getað skráð sig inn fyrir hönd þess sem hann hafði umboð fyrir.
Fyrirtæki:
Þú skráir þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum á Mínar síður.
Skiptir yfir á fyrirtækið sem þú vilt loka aðgang að. Það er gert með því að ýta á nafnið þitt í hægra horni og velja að skipta um notanda.
Þegar þú hefur skráð þig inn sem fyrirtæki velur þú Aðgangsstýring
Velur þann einstakling sem á að afturkalla umboðið hjá og eyðir umboði.
Einstaklingurinn sem áður hafði umboð mun ekki lengur getað skráð sig inn fyrir hönd fyrirtækisins.
Innskráning með aðgangslykli í Ísland.is appinu
Í Ísland.is appinu er hægt að nota aðgangslykil (e. passkey) til að skrá sig inn á vefsvæði sem reiða sig á Innskráningarþjónustu Ísland.is t.d. Mínar síður og Umsóknarkerfi.
Aðgangslyklar eru örugg og þægileg leið til að flakka á milli þessara lausna án lykilorða eða rafrænna skilríkja. Aðgangslykill er stafrænt auðkenni sem vistað er í tækinu þínu, eins og síma eða tölvu, og notar lífkenni (andlitsskanna eða fingrafar) eða PIN-númer til að staðfesta innskráningu.
Til að virkja aðgangslykil eru eftirfarandi skref:
Undir Stillingum í Ísland.is appinu er valið að Búa til aðgangslykil
Við það opnast gluggi sem hjálpar notandanum að búa til lykilinn.
Það fer eftir tæki notandans hvernig uppsetningin fer fram. Vinsamlega fylgið leiðbeiningum tækisins.
Næst þegar notandi velur aðgerð í appi sem flytur hann á læst vefsvæði getur hann auðkennt sig með aðgangslykli í stað þess að innskrá sig með rafrænum skilríkjum.
Við útskráningu í appinu eyðist aðgangslykillinn
Athugið að þessi möguleiki er í innleiðingu og því ekki aðgengilegur öllum eins og er.