Fara beint í efnið

Íbúðalán HMS

Umsókn um íbúðalán

Sækja um

Þú sækir um íbúðalán HMS á lánavef HMS. Þar skráirðu inn upplýsingar um þig, eignina og hvers konar lán þú vilt taka.

Ráðgjafar HMS geta aðstoðað þig við umsóknina. Þú getur haft samband í síma 440 6400 eða með tölvupósti á hms@hms.is.

Fylgigögn

Með umsókninni þarf að fylgja:

  • Undirritað kauptilboð og söluyfirlit.

  • Staðfesting á eigin fé, til dæmis með bankayfirliti.

  • Álagningarseðill síðustu skattaskýrslu.

  • Ef lánið er viðbótarlán við lán hjá annarri lánastofnun þarf staðfestingu á upphæð og lánskjörum grunnlánsins.

Næstu skref

Í framhaldi af umsókninni er þér beint í greiðslumat hjá CreditInfo til að kanna lánshæfi.

Þú færð staðfestingarpóst þegar umsóknin hefur verið send inn. Ráðgjafi mun hafa samband innan 3 virkra daga. Ef beðið er um viðbótargögn er mikilvægt að senda þau innan frestsins sem er gefinn, annars fellur umsóknin úr gildi.

Þú getur alltaf fylgst með stöðu umsóknar á lánavef HMS.

Lán samþykkt

  1. Um leið og lánsumsókn er samþykkt er lán sent í skjalagerð. Það tekur vanalega 1–3 virka daga.

  2. Þegar lánaskjölin eru tilbúin getur þú sótt þau á afgreiðslutíma til HMS í Borgartúni 21 og farið með í þinglýsingu ásamt kaupsamningi.

  3. Þegar kaupsamningi og lánaskjölum hefur verið þinglýst getur þú sent eða farið með lánaskjölin aftur til HMS.

  4. Lán er greitt út 1–2 virkum dögum eftir að lánaskjöl berast.

Fyrsti vaxtadagur er 5 dögum frá kaupdegi láns. Fyrsta afborgun af láni er fyrsta dag annars mánaðar eftir það.

Dæmi: Fyrsti vaxtadagur er 10. janúar. Fyrsta afborgun af láni er 1. mars.

Þú getur fylgst með stöðu láns og greitt inn á það á lánavef HMS.

Láni synjað

Ef lánsumsókn er synjað færðu tölvupóst með formlegu ákvörðunarbréfi með ástæðum synjunar. Ef einhver gögn vantaði eða forsendur hafa breyst getur þú sótt um endurupptöku og veitt nýjar upplýsingar.

Ef þú ert ósammála niðurstöðunni getur þú kært hana til úrskurðarnefndar velferðarmála.

Umsókn um íbúðalán