Fara beint í efnið

Hlutdeildarlán

Samþykki fyrir byggingu íbúða sem falla undir hlutdeildarlán

Byggingaraðilar sem ætla að byggja íbúðir sem upfylla skilyrði fjármögnunar með hlutdeildarláni þurfa að gera samstarfssamning við HMS og fá forsamþykki.

Hefja samstarfs við HMS

  1. Byggingaraðili skráir sig hjá HMS með því að senda vefpóst byggingaradilar@hms.is

  2. HMS móttekur skráningu og sendir byggingaraðila samning um væntanlegt samstarf

  3. Byggingaraðili upplýsir HMS um byggingaráform

  4. Samráðsfundur HMS og byggingaraðila um byggingaráform og íbúðaþörf

  5. HMS veitir byggingaraðila samþykki fyrir að íbúðir uppfylli skilyrði til hlutdeildarlána. Samþykki getur verið tvenns konar:

    1. Forsamþykki fyrir íbúðum þar sem bygging er ekki hafin. HMS er heimilt að afturkalla forsamþykki reynast íbúðir ekki uppfylla skilyrði um hlutdeildalán með tilliti til stærðar og söluverðs þeirra.

    2. Samþykki fyrir íbúðum sem eru tilbúnar eða í byggingu

  6. Byggingaraðili auglýsir íbúðir sem fengið hafa samþykki eða forsamþykki til sölu með möguleika á Hlutdeildarláni og notar til þess markaðsefni (logo) HMS um hlutdeildarlán.

  7. HMS og byggingaraðili funda reglulega þar sem byggingaraðili upplýsir HMS um væntanleg byggingaráform næstu 24 mánaða og HMS upplýsir byggingaraðila um íbúðaþörf.