Fara beint í efnið

Hlutdeildarlán

Íbúðir sem falla undir hlutdeildarlán

Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum hagkvæmum íbúðum sem hafa verið samþykktar af HMS. Í undantekningartilvikum eru eldri íbúðir utan höfuðborgarsvæðisins samþykktar ef þær hafa verið gerðar upp sem nýjar.

Á fasteignavefum eins og fasteignir.is og mbl.is getur þú leitað eftir íbúðum sem falla undir skilyrði fyrir hlutdeildarlán. Það gerirðu með því að velja nánari leitarskilyrði og haka við eða setja „hlutdeildarlán” í textaleit.

Stærðar- og verðmörk

Hámarksverð íbúðarinnar miðast við fermetra- og herbergjafjölda. Það fer eftir landsvæðum hver stærðar- og verðmörkin eru.

Höfuðborgarsvæðið (Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes)

Herbergjafjöldi (lágmark)

Fermetrar (lágmark)

Verð (hámark)

Stúdíóíbúð

30 m²

38.500.000 kr.

Stúdíóíbúð

40 m²

45.000.000 kr.

1 svefnherbergi

50 m²

51.500.000 kr.

1 svefnherbergi

60 m²

58.000.000 kr.

2 svefnherbergi

70 m²

62.500.000 kr.

2 svefnherbergi

80 m²

69.000.000 kr.

3 svefnherbergi

90 m²

74.000.000 kr.

4 svefnherbergi

100 m²

80.500.000 kr.

Vaxtarsvæði utan höfuðborgarsvæðisins (Akranes, Akureyri, Grindavík, Hveragerði, Hörgársveit, Reykjanesbær, Suðurnesjabær, Árborg, Vogar og Ölfus)

Herbergjafjöldi (lágmark)

Fermetrar (lágmark)

Verð (hámark)

Stúdíóíbúð

30 m²

32.500.000 kr.

Stúdíóíbúð

40 m²

38.000.000 kr.

1 svefnherbergi

50 m²

43.000.000 kr.

1 svefnherbergi

60 m²

48.500.000 kr.

2 svefnherbergi

70 m²

52.500.000 kr.

2 svefnherbergi

80 m²

58.000.000 kr.

3 svefnherbergi

90 m²

62.500.000 kr.

4 svefnherbergi

100 m²

67.500.000 kr.

Landsbyggðin utan vaxtarsvæða

Herbergjafjöldi (lágmark)

Fermetrar (lágmark)

Verð (hámark)

Stúdíóíbúð

30 m²

30.000.000 kr.

Stúdíóíbúð

40 m²

35.000.000 kr.

1 svefnherbergi

50 m²

40.000.000 kr.

1 svefnherbergi

60 m²

45.000.000 kr.

2 svefnherbergi

70 m²

48.500.000 kr.

2 svefnherbergi

80 m²

53.500.000 kr.

3 svefnherbergi

90 m²

57.500.000 kr.

4 svefnherbergi

100 m²

62.000.000 kr.

Fjöldi herbergja miðað við fjölskyldustærð

Íbúðin getur verið með einu svefnherbergi umfram þörf fjölskyldunnar. Fjölskyldustærð er metin út frá fjölda barna eða ungmenna undir 20 ára sem búa á heimilinu auk umsækjanda.

Ef þörf er á aukaherbergi fyrir aðstoðarfólk vegna fötlunar er það tekið til greina við mat á fjölskyldustærð.

Íbúðin er ekki ætluð sem leiguíbúð

Almennt má ekki leigja út íbúð sem er keypt með hlutdeildarláni.

Þegar þú hefur búið í íbúðinni í tvö ár geturðu fengið að leigja hana út tímabundið ef þú neyðist til að dvelja fjarri heimili þínu vegna:

  • atvinnu

  • náms

  • veikinda

  • fötlunar þinnar, maka eða barns

  • dvalar á áfangaheimili

  • annarra sérstakra aðstæðna sem hægt er að rökstyðja