Fara beint í efnið

Hjólreiðar

Reiðhjól eru skilgreind sem ökutæki og því gilda að mestu sömu lög og reglur um akstur reiðhjóla og bíla. Helstu atriði sem hafa þarf í huga:

Áður en lagt er af stað

  • Skylt er að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar fyrir börn yngri en 16.ára.

  • Hjólreiðamenn mega ekki nota snjalltæki við við hjólreiðar.

Hjólað á akbrautum

  • Hjóla má á akbrautum. Ekki er þó mælt með því að hjólað sé á akbrautum með mikilli og hraðri umferð (ef annar valkostur er í boði).

  • Hjólreiðamaður á almennt að halda sig hægra megin á þeirri akrein sem lengst er til hægri.

  • Hjóla má á miðri akrein þar sem hámarkshraði er 30 km. á klukkustund og sýna sérstaka aðgát við vegamót og þar sem akbraut og stígar skerast. 

Hjólað á gangstétt eða gangstíg

  • Hjóla má á gangstéttum og gangstígum en hjólreiðamaður skal þar víkja fyrir gangandi vegfarendum og sýna þeim fulla tillitsemi. 

  • Ef hjólastígur er samhliða gangstétt eða göngustíg skal notast við hjólastíga.

  • Ef hjólað er á gangstétt eða göngustíg, má ekki hjóla á meiri hraða sem, en telst eðlilegur gönguhraði.

  • Hjólreiðamaður þarf af gefa hljóðmerki þegar hann nálgast gangandi vegfarendur ef ætla má að þeir verði hans ekki varir.

Nánari upplýsingar

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa