Fara beint í efnið

Heimildir til veiða

Þróunarsjóðsbátar

Við kaup á fiskiskipi er mikilvægt að hafa í huga hvort skipið sé þróunarsjóðsbátur. Árið 1994 voru sett lög um Þróunarsjóð sjávarútvegsins. Með lögunum var ætlað að úrelda fiskiskip gegn styrk úr sjóðnum. Skilyrði fyrir umræddum styrk voru að skipið væri: 

  • tekið af skipaskrá. 

  • réttur þess til endurnýjunar yrði ekki nýttur.

  • allar veiðiheimildir teknar af skipinu.  

Hæstiréttur hefur í máli nr. 3/2001 staðfest þá framkvæmd að óheimilt sé að veita skipi leyfi til veiða í atvinnuskyni ef Þróunarsjóður hefur greitt styrk vegna úreldingar. Hægt er að sjá hvort bátur sé þróunarsjóðsbátur með því að: 

  • leita að skipinu á vefsíðu Fiskistofu og skoða skipasögu skipsins. Ef útgerðarflokkur skipsins hefur einhvern tímann verið þróunarsjóður þá hefur skipið verið úrelt úr fiskveiðistjórnunarkerfinu.  

Skip sem einhvertíman hafa verið þróunarsjóðsbátar má nota til:  

  • skemmtisiglinga. 

  • frístundaveiða án aflaheimilda.

Þróunarsjóður sjávarútvegsins er ekki lengur starfandi og því er ekki lengur hægt að fá styrki til úreldingar á bátum. 

Þjónustuaðili

Fiski­stofa