Fara beint í efnið

Tilgangur með handbók ökuprófa er að setja ramma utan um framkvæmd og utanumhald verklegra og bóklegra ökuprófa sem prófamiðstöð annast. Handbókin er í stöðugri endurskoðun og er birt með fyrirvara um breytingar.

Inngangur

Tengiliðir ökuprófa

Prófamiðstöð skal tilnefna tengilið/forsvarsmann vegna ökuprófa. Sá aðili heldur utan um samskipti við Samgöngustofu vegna ökuprófa. Ábendingar, beiðnir um prófhefti og annað er viðkemur ökuprófum skal almennt senda á okurettindi@samgongustofa.is.

Athugasemdir við próf

Ef prófdómari fær ábendingar um eða tekur eftir einhverjum ágöllum á prófi (t.d. orðalag spurninga, villur í svarlyklum o.s.frv.) skal tilkynna slíkt til tengiliðar ökuprófa eins fljótt og auðið er. Tengiliður kemur ábendingum til Samgöngustofu með tölvupósti þar sem tekin er ákvörðun um nauðsynleg viðbrögð.

Týnt prófhefti eða svarlyklar

Ef prófhefti týnist skal tengiliður gera Samgöngustofu viðvart tafarlaust með tölvupósti og taka úr umferð önnur hefti af sömu gerð. Sama á við ef svarlykill týnist.

Samráðsfundir

Tengiliðir ökuprófa og fulltrúar Samgöngustofu funda mánaðarlega um stöðu ökuprófa.

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa