Fara beint í efnið

Grisjunarbeiðni

Beiðni um heimild til grisjunar pappírsskjala

Beiðni um heimild til grisjunar rafrænna gagna

Afhendingarskyldum aðilum er samkvæmt 24. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn óheimilt að ónýta eða farga nokkru skjali í skjalasöfnum sínum nema það sé gert á grundvelli samþykktar þjóðskjalavarðar, reglna sem settar eru á grundvelli laga um opinber skjalasöfn eða á grundvelli sérstaks lagaákvæðis.

Til þess að sækja um eyðingu skjala þarf að fylla út sérstakt eyðublað, grisjunarbeiðni, og senda til Þjóðskjalasafns ásamt staðfestingu forstöðumanns.

Þegar grisjunarbeiðni hefur borist Þjóðskjalasafni fara skjalaverðir safnsins yfir beiðnina, meta upplýsingarnar sem koma fram í henni og kalla eftir nánari upplýsingum eftir atvikum. Þegar allar upplýsingar liggja fyrir er beiðnin lögð fyrir þjóðskjalavörð til meðferðar og samþykkir þjóðskjalavörður eða hafnar beiðninni eftir atvikum.

Grisjunarbeiðnir aðila sem eru afhendingarskyldir til héraðsskjalasafns

Aðilar sem eru afhendingarskyldir til héraðsskjalasafns þurfa að senda með grisjunarbeiðni mat viðkomandi héraðsskjalavarðar um þau skjöl sem óskað er eftir að eyða. Þjóðskjalasafn hefur á vef sínum birt sniðmát sem héraðsskjalaverðir geta notað og breytt eftir hentugleika.

Nánari upplýsingar um grisjun má finna hér.