Fara beint í efnið

Greiðsluþátttaka vegna stoð- og meðferðarhjálpartækja

Bæklunarskór og innlegg

Umsækjandi snýr sér til þess fyrirtækis sem hann kýs að skipta við og fyrirtækið fær greiðslu frá stofnuninni sem nemur andvirði styrksins. Ef umsækjandi kaupir dýrari skó en nemur fjárhæð styrksins greiðir hann fyrirtækinu mismuninn. Viðurkennd skófyrirtæki af hálfu Sjúkratrygginga með tilskylda sérfræðinga eru:

  • Skósmiðurinn og Álfarnir ehf., Freyjunesi 8, 603 Akureyri, sími 461-1600

  • Stoð, stoðtækjasmíði, Trönuhrauni 8, 220 Hafnarfjörður, sími 565-2885

  • Stoðtækni Skósmiðja, Lækjargötu 34A, 220 Hafnarfjörður, sími 533-1314

  • Össur, Grjóthálsi 5, 110 Reykjavík, sími 515-1300

Innlegg

Innlegg geta ýmis verið tilbúin eða sérsmíði. Greiðsluþátttaka er veitt þegar um alvarlega aflögun fóta er að ræða og er að jafnaði samþykkt eitt par á ári en tvö pör á ári fyrir börn í vexti og virka einstaklinga.

Greiðsluþátttaka er 90% en að hámarki 5.800 krónur fyrir tilbúið innlegg og 11.000 krónur fyrir sérsmíðað innlegg (parið kr. 11.500/22.500).

Bæklunarskór, tilbúnir

Greiðsluþátttaka er veitt þegar um verulega aflögun fóta er að ræða. Að jafnaði er samþykkt eitt par á ári en tvö pör á ári fyrir börn í vexti og virka einstaklinga

Greiðsluþátttaka er 90% en að hámarki 47.000 krónur og er styrkur veittur fyrir upphækkun á tilbúnum bæklunarskóm (meira en 2 cm)

Bæklunarskór, hálf sérsmíðaðir eða sérsmíðaðir

Þegar um mikla aflögun fóta er að ræða og staðlaðir bæklunarskór ganga ekki þá er veittur styrkur til sérsmíðaðra skóa. Að jafnaði er samþykkt eitt par á ári en tvö pör á ári fyrir börn í vexti og virka einstaklinga.

Greiðsluþátttaka er 90% en að hámarki 99.000 krónur fyrir hálf sérsmíði og 210.000 krónur fyrir sérsmíði.

Hækkun á skóm

Heimilt er að samþykkja styrk vegna upphækkunar á skóm ef þörf er á tveggja cm upphækkun eða meira, samþykktar eru:

  • tvær upphækkanir á ári

  • þrjár upphækkanir á ári fyrir mjög virka einstaklinga

Styrkupphæð er samkvæmt verðkönnun.

Breytingar á hefðbundnum skóm og bæklunarskóm

Greiðsluþátttaka er 90% á tilbúnum bæklunarskóm þegar tilbúnir bæklunarskór duga ekki án breytinga

Á venjulegum skóm, en styrkupphæð er aldrei hærri en sem nemur verði á tilbúnum bæklunarskóm

Misstórir skór

Greiðsluþátttaka er 50%, að hámarki 17.000 krónur fyrir hvert skópar. Að lágmarki þarf tveggja númera stærðarmun til að styrkur sé veittur.

Mest er greitt fyrir 4 skópör á ári, þannig að fáist tvö nothæf skópör

Viðgerðir á tilbúnum bæklunarskóm og sérsmíðuðum:

Viðgerðir eru greiddar ef slit á skóm er ótvírætt afleiðing sjúkdómsástands, t.d. hjá einstaklingum með spastískt göngulag vegna heilalægrar lömunar (CP)

Að hámarki er greitt fyrir fjórar viðgerðir á ári á skóm

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar