Fara beint í efnið

Greiða skuld við Tryggingastofnun

Ef þú borgar ekki á réttum tíma

Ef þú borgar ekki greiðsluseðil frá TR fyrir 10. hvers mánaðar færð þú áminningarbréf sent á Mínar síður TR.

Ef þú hefur misst út greiðslu þarft þú að:

  • borga greiðsluseðil í heimabanka, eða

  • hafa samband við Tryggingastofnun.

Aðstoð vegna greiðsluvanda

Ef þú átt erfitt með að borga eða heldur að þú gætir misst út greiðslu getur þú fengið aðstoð hjá TR.

Þú getur:

Ef þú bregst ekki við

Ef þú bregst ekki við áminningarbréfi er send innheimtuviðvörun. Frestur til að borga eða hafa samband við TR eru 20 dagar.

Ef þú hefur ekki brugðist við innan 20 daga er krafan send í innheimtu hjá sýslumanni. Ef krafa fer í innheimtu hjá sýslumanni leggjast 5.5% ársvextir á eftirstöðvar skuldar.

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun