Fara beint í efnið

Breytingar á aðstæðum þínum eða tekjum geta haft áhrif á greiðslur þínar.

Þú þarft alltaf að láta vita ef aðstæður þínar breytast og uppfæra tekjuáætlun í samræmi við tekjur þínar því annars getur myndast skuld við Tryggingastofnun.

Greiðsluleiðir

Ef þú hefur fengið of mikið greitt miðað við það sem þú átt rétt á, þarft þú að borga það til baka.

Algengast er að TR dreifi skuldinni sjálfkrafa á 12 mánuði hjá greiðsluþegum, en þó að lágmarki 3.000 krónur á mánuði .

Það eru nokkrar leiðir til að borga skuldina:

  • Þú getur greitt alla upphæðina í einu með millifærslu í banka.

  • Þú getur beðið um mánaðarlegan frádrátt af greiðslum. Þá dregur Tryggingastofnun það sem þú skuldar frá greiðslum sem þú færð. Þá færðu minna greitt í hverjum mánuði þar til þú hefur greitt alla upphæðina.

  • Þú getur beðið um greiðsluseðla í heimabanka.

Breyta greiðsluleið

Ef þú vilt breyta greiðsluleið eða semja um greiðsludreifingu getur þú sent beiðni á Mínum síðum undir Skuldir og samningar eða á innheimta@tr.is.

Meginreglan er að þú borgir innan 12 mánaða. Í sérstökum tilvikum er hægt að semja um lengri frest. Hámarks greiðsludreifing er 36 mánuðir.

Nánar um starfsreglur TR við innheimtu.

Frestur eða greiðsluhlé

Almennt er ekki hægt að fresta eða setja endurgreiðslu á skuld í bið.

Álag

Ef þú hefur gefið rangar, villandi eða ófullnægjandi upplýsingar er heimilt að bæta 15% álagi á upphæð skuldar.

Þú getur óskað eftir nánari skýringu eða rökstuðning á Mínum síðum TR eða sent erindi á innheimta@tr.is.

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun