Fara beint í efnið

Greiða atkvæði í heimahúsi

Kjósandi getur sótt um að greiða atkvæði í heimahúsi ef hann getur ekki sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun.

Umsókn þarf að berast kjörstjóra fyrir kl. 10:00 fimmtudaginn 30. maí 2024 vegna forsetakjörs þann 1. júní 2024. Tekið er á móti slíkum umsóknum á kjörstöðum og skrifstofum sýslumanna, þá má einnig senda þær í tölvupósti á netfang viðkomandi sýslumanns.

Hvort sem umsókn berst á pappír eða með tölvupósti þarf hún að vera skrifleg, þ.e. undirritun umsækjanda og votta skulu vera handskrifuð. Sé umsókn send með tölvupósti skal senda afrit af handskrifaðri umsókn með sem viðhengi.

Þeir sem fyrirsjáanlega þurfa að óska eftir að fá að greiða atkvæði í heimahúsi eru hvattir til að skila beiðni inn tímanlega.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15