Fara beint í efnið

Gjalddagabreyting

Ef þú ert með lán hjá HMS sem er ekki með gjalddaga 1. hvers mánaðar (til dæmis þann 15.) getur þú fært gjalddagann til 1. hvers mánaðar. Það hentar flestum best að greiða um mánaðamót og þannig er hægt að minnka líkurnar á að lenda í vanskilum og greiða óþarfa kostnað.

Sækja um

Umsókn um gjalddagabreytingu

Breyting á gjalddaga samþykkt

  1. Þú færð tölvupóst þegar lánaskjöl með skilmálabreytingum eru tilbúin.

  2. Ef það er lán á húsnæðinu á aftari veðrétt (frá annarri lánastofnun) þarf sú lánastofnun að árita samþykki sitt á skilmálabreytinguna.

  3. Þú sækir skjölin á afgreiðslutíma til HMS í Borgartúni 21, skrifar undir og ferð með í þinglýsingu.

  4. Þegar lánaskjölum hefur verið þinglýst skilar þú þeim inn aftur til HMS og gjalddaginn er færður til.

  5. Kostnaður við skilmálabreytinguna leggst ofan á næsta gjalddaga lánsins.

Þú greiðir eins og vanalega af láninu þar til breyting hefur gengið í gegn. Nýr gjalddagi færist til næstu mánaðamóta eftir að þinglýstum lánaskjölum er skilað til HMS og lánstími lengist því um 2 vikur.

Kostnaður

  • Skilmálabreyting: 3.250 krónur

  • Þinglýsingarkostnaður hjá sýslumanni: 2.700 krónur.