Fara beint í efnið

Geislavirk efni

Notkun geislavirkra efna krefst í flestum tilfellum leyfis sem Geislavarnir ríkisins veitir. Það
getur verið til dæmis vegna:

  • innflutnings, útflutnings eða notkunar á geislavirku efni,

  • aðstöðu, geymslu eða förgunar efnis

  • skráningar ábyrgðarmanns

Undanþágur eru vegna geislavirkra efna sem eru undir alþjóðarlega viðmiðunarmörkum.
Undanþágumörk vegna geislavirkra efna.

Gjöld eru tekin fyrir umsóknir, leyfisveitingar og lögbundið eftirlit með geislatækjum og
geislavirkum efnum. Skoða gjaldskrá á vef Stjórnartíðinda.

Geislavirk efni koma í opnum eða lokuðum geislalindum. Leyfi Geislavarna ríkisins þarf til
framleiðslu, innflutnings, eignar, geymslu, afhendingar og förgunar á geislavirkum efnum í
opnum og lokuðum geislalindum.

Opnar geislalindir

Opnar geislalindir eru skammtar af geislavirku efni sem eru ekki í þéttu lokuðu hylki.

Opnar geislalindir geta verið í formi gass, úða, vökva eða fasts efnis, þar sem snerting og útbreiðsla efnisins getur átt sér stað við notkun.

Dæmi um efni sem flokkast undir opnar geislalindir eru:

  • lausnir til inngjafar við myndgreiningu

  • lausnir og töflur til geislameðferðar

  • sporefni til lífeðlisfræðilegra rannsókna

Á rannsóknastofum og við læknisfræðilega notkun er almennt um geislavirka vökva að ræða þegar átt er við opnar geislalindir.

Lokaðar geislalindir

Lokaðar geislalindir eru skammtar af geislavirku efni í þéttum lokuðum umbúðum, þannig að það er ekki í beinni snertingu við umhverfið.

Dæmi um efni sem flokkast undir lokaðar geislalindir eru:

  • geislalindir í efnagreiningartækjum

  • geislagjafar í mælitækjum

  • geislamælar og myndavélar

  • lindir til geislameðferðar

Þjónustuaðili

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins

Hafðu samband

Sími: 440 8200

Netfang: gr@gr.is

Afgreiðslan er opin

Alla virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Heim­il­is­fang

Rauðarárstígur 10

105 Reykjavík

Kennitala: 540286-1169