Fara beint í efnið

Upplýsingar um geislaálag, áhrif á heilsu og viðmiðunarskammtar.

Almennt

Geislaálag er stærð sem mælir líffræðileg áhrif geislunar á fólk, einkum aukningu á áhættu á krabbameini.

Geislaálag er mælt í einingu sem kölluð er sívert, skammstafað Sv. Mælitæki sem mæla geislaálag mæla orkuna sem gleypist í efni (stærð sem hefur eininguna Gy=J/kg) en með því að kvarða til (margfalda með viðeigandi stuðli) eftir hæfni geislunarinnar til að valda skemmdum á frumum og vef fæst mæling í einingunni Sv.

Geislaálag fer eftir magni geislunar, eðli geislunar og því líffæri sem geislunin fellur á.

Magn geislunar er í raun hversu mikil orka gleypist á massaeiningu í líffærum, og sú stærð er mæld í einingunni Gy. 1 Gy = 1 J/kg.

Eðli geislunar vísar í hvort geislunin sé til dæmis rafsegulbylgja (gammageislun og röntgengeislun), rafeindageislun, alfageislun, eða nifteindageislun.

Áhrif á heilsu

Mismunandi líffæri eru misviðkvæm fyrir áhrifum geislunarinnar. Þau líffæri þar sem frumuskipting er tíð eru almennt viðkvæmari en önnur.

Þegar geislunarstyrkur er gefin upp í sívertum á tímaeiningu, til dæmis µSv/klst er búið að leggja saman og umreikna áhrif mismunandi tegunda geislunar þannig að ekki skiptir máli hvort geislunin hafi til dæmis verið gamma-geislun eða nifteindageislun.

Þjónustuaðili

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins

Hafðu samband

Sími: 440 8200

Netfang: gr@gr.is

Afgreiðslan er opin

Alla virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Heim­il­is­fang

Rauðarárstígur 10

105 Reykjavík

Kennitala: 540286-1169